Föstudagur, 29. maí 2009
Ég Datt í Lukkupottinn!!
Mér líður eins og ég hafi unnið í lottó en ég fékk staðfest í dag að ég er komin með nýja vinnu!! Þetta er auðvitað frábærar fréttir þar sem staðan sem ég er í núna þar er ekkert að gerast og ég hef sterkan grun um að þau eru að nota okkur. Þeir hafa gert okkur vel grein fyrir því að þar sem við erum ekki fastráðin þá getum við verið rekin á staðnum án fyrirvara, svo ég hugsaði með mér hmmm, það gengur á báða bóga ekki satt....svo ég gaf þeim klukkutíma fyrirvara afþví ég ákvað að vera góð! Ég s.s. kom úr viðtalinu með vinnutilboð í dag kl 5 og hætti kl 6 hehe. Ég byrja í nýju vinnunni á Mánudaginn sem þýðir að ég þarf að flytja þessa helgi, ég hef ekki hugmynd um hvert þar sem mig vantar íbúð...núna! En ég fer á morgunn að leita og vonandi kemst ég inn einhverstaðar þessa helgi þar sem ég þarf að skila íbúðinni af mér á Mánudaginn sem þýðir 3 dagar í að finna íbúð, pakka og flytja hehehe bjartsýn ekki satt!! En ég vildi frekar hafa þetta svona heldur en að hanga í vinnunni hundfúl í aðra viku að drepast úr spenningi að byrja í nýju vinnunni.
Það góða við þetta er líka að ég fæ mun betur borgað og komst inn hjá mjög góðu fyrirtæki sem er ekki að fara á hausinn hehe. Algjör draumur í dós, ég er mjög heppin að hafa fengið þessa stöðu en vanalega þá gefa þeir þér stöðuhækkun innan fyrirtækisins en þeir fundu engan fyrir þessa stöðu sem hafði nægilega reynslu svo í raun já, þá datt ég í lukkupottinn!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ekkert smá góðar fréttir. Innilega til hamingju með þetta. Gangi þér vel með íbúðarleitina og í nýju vinnunni. Ég er viss um að það bíður þín einhver góð íbúð einhvers staðar handan við hornið - átt bara eftir að finna hana.
kveðja, Agla Marta
Agla Marta Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 09:28
Ég tek undir með Öglu Mörtu með hamingjuóskina Þetta voru alveg frábærar fréttir og Guði nóknalegt að þú fengir þessa vinnu...Gangi þér vel með íbúðarkapphlaupið fyrir mánudaginn .Heyrumst betur seinna elskan.
Kveðja mamma. Erlingur biður ykkur heilla
mamma (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 16:53
Til hamingju með þetta.
Gangi þér vel að flytja.
Saló (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 21:28
Ædislegt!! til hamingju med nýja vinnu, Bíd spennt eftir ad heyra hvort thu sért flutt.
Gud geymi ykkur.
Kossar og knús.
Magga Salla (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 09:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.