Mánudagur, 11. desember 2006
Jedúddamía
Mamma og Erlingur sendu mér pakka á stærð við hús!! Og þvílíkt góðgæti í honum! Nammi endalaust af nammi, ég er núna að gæða mér á lakkrísmolum sjúklega góðir, súkkulaði með fljótandi lakkrís inn í!! Ekki nóg með það fékk ég líka lambalæri og hamborgarahrygg, íslenska jólasveinastyttur sem eru í sama safni og ég á af hangandi jólasveinum, fjóra geisladiska, ég fékk Frostrósir Bestu lögin (sem ég er að hlusta á núna Jeff til mikilla skemmtunar), Regína Ósk, Í djúpum dal; 100 íslensk jólalög fyrir alla fjölskylduna og Álfar og Fjöll (sem fer næst inn). Kisa fékk líka nammi en hún fékk harðfisk hehe, það verður skemmtilegt þegar ég opna þann pakka og sé hvort hún vill fá sér smá smakk, en síðasti pokinn sem ég fékk af harðfisk var hent af eiginmanninum á meðan hann kleip fyrir nefið á sér að kafna úr harðfisksfýlu hehe! Bandaríkjamenn skoh, kunna ekki að meta íslenskt góðgæti! TAKK MAMMA OG ERLINGUR!!!!!
Annars er allt gott að frétta héðan, ég fór í gær til Nicki og við bökuðum tvær sortir, rosalega góðar, súkkulaðismákökur sem er svo dýft í súkkulaði hehe en ekki hvað! Og sítrónusmákökur sem eru líka rosalega góðar. Við komust einnig að því ef við blöndum sítrónudeiginu saman við súkkulaðideigið þá kemur út hið besta deig til að borða! :D
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:58 | Facebook
Athugasemdir
Viti menn, þú verður bara íslenskari með hverjum degi sem þú ert í USA:) Íslenskir jólasveinar, íslenskt nammi og íslenska jólatónlist... List vel á þig stelpa! Kær kveðja, Nina
Nina (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.