Sunnudagur, 17. desember 2006
Veisla
Í dag var veisla hjá litlu fjölskyldunni, mamma og Erlingur sendu okkur Lambalæri eins og kom fram í síðustu færslu og í dag var það eldað. Það heppnaðist alveg stórvel svo núna sitjum við afvelta eftir að hafa gætt okkur á íslensku lambalæri, sykurbrúnuðum kartöflum og salati. Reyndar er Jeff enn að, en ég er pakk pakk södd. Við ákváðum að bjóða ekki restinni að fjölskyldunni þar sem við héldum að við værum ekki með nóg fyrir 8 fullorðna, og ég held við höfum haft rétt fyrir okkur (enda bara meira handa okkur núna hehe). Jeff vill koma á fram sérstaklegu þakklæti til Mömmu og Erlings fyrir lærið en honum finnst það sjúklega gott :)
Í gær fór ég út með Nicki tengdasystir og vinkonu hennar sem er í heimsókn í Denver, einnig hittum við aðra vini þeirra sem eru rosa hress. Við fórum á bar/veitingarhús ég er ekki alveg viss hvort það er, en þar fékk ég andarsalat, einstaklega gott en ég hef ekki fengið önd síðan ég fór með mömmu og kórnum til Prag. Við skemmtum okkur konunglega enda eru allir barir og veitingarhús hérna orðnir reyklausir sem er stór plús svo maður hóstar ekki út úr sér lungun bara við að fara aðeins útfyrir hússins dyr :)
Þar sem það eru svo margir í fjölskyldunni þá er hefð að hvert par kaupir stelpu og strákagjöf, þannig að maður þarf bara að koma með 2 pakka í staðinn fyrir 8 fyrir jólin, síðan á aðfangadag sem er dagurinn fyrir jólin hér komum við saman og förum í pakkaleik sem ræður hver fær hvaða pakka. Mjög skemmtilegt, nema í ár höfðu þau ákveðið að gera ekki neitt fyrir jólin, sennilega þar sem yngsta systir Jeffs er í fjárhagsklípu, síðan var ákveðið að eftir allt gera stelpu og strákagjöf, það eina er að þau gleymdu að segja okkur frá bæði að það væri hætt við og það væri hætt við að hætta við hehe. Þetta er ekki óalgengt í þessari fjölskyldu en þau eru gjörsamlega óhæf að gera nokkurs konar áætlanir. Þegar það eru gerðar áætlanir þá breytast þær allavega 10 sinnum áður en það kemur að því og síðan er áætlunni breytt allavega einusinni til tvisvar í viðbót. Okkur Jeff finnst þetta einstaklega pirrandi svo við skiptum okkur ekkert af breytingunum en biðjum þau bara að láta okkur vita hver lokaákvörðunin er :P
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 03:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.