Miðvikudagur, 20. desember 2006
Jeff og búðir
Ef það er eitt sem ég lærði síðustu helgi er það að taka Jeff ekki með að versla matvörur. Ég er vanalega sú sem fer og versla þar sem honum finnst það óendalega leiðinlegt, en í þetta sinn dró ég hann með þar sem ég nennti ekki ein. Það hefur gerst áður að ég hef dregið hann með og í hvert skipti man ég afhverju ég tek hann ekki með, svona eins og þegar maður fer á McDonalds, maður heldur að það sé ekki eins slæmt og maður hélt sem maður er svo illilega minntur á afhverju maður forðast McDonalds eins og heitan eld. Drengurinn keypti hálfa búðina! Síðan við fluttum hingað höfum við þurft að herða sultarólina til að láta hlutina ganga upp og þó við höfum meira milli handanna núna þá er ég enn ekki alveg tilbúin að losa ólina að fullu. Meðal annars sem okkur endilega vantaði var allskonar snakk, gosdrykkir og það besta, frosnar pulsur á priki...
Hann var annars rosalega sætur í sér í dag, mér hálfleiddist eitthvað og var að reyna að finna mér eitthvað að gera svo ég þyrfti ekki að þrífa (sem þarf að gera) svo hann ákvað að gefa mér eina jólagjöf snemma, ekkert smá mikið krútt en það var bók :)
Annað sætt, Jeff vinnur hjá skólaumdæmi sem tölvutæknigúrú og þar sem skólarnir eru í fríi yfir hátíðarnar þá er ekkert að gera hjá honum en samt þarf hann að mæta í vinnuna. Drengurinn ákvað að dunda sér við að læra íslensku, nema ekki á einfaldasta máta heldur tók hann nokkra af jólageisladiskunum sem mamma og Erlingur sendu mér og reyndi að læra íslensku út frá Nóttin var sú ágæt ein hehe. Það eina sem hann lærði var hvað nótt þýðir.
Á mánudaginn fórum við til Nicki en systkinin voru þar samankomin þar sem pabbi þeirra var að láta þau velja sér jólagjöf. Hann er áhugaljósmyndari og ákvað að gefa þeim öllum eina mynd eftir sig. Ég var auðvitað dregin með þar sem Jeff greyið þorði ekki að taka svona ákvörðun án mín, enda erum við að tala um manninn sem vildi hengja plasthamar upp á vegg. Pabbi hans tekur aðallega náttúrulífsmyndir svo það var um margt fallegt að velja. Jeff (ég) valdi mynd sem er með grænum bakgrunni og þremur hvítum fallegum blómum á. Mjög falleg mynd en þetta er mynd af kaktus sem blómastrar bara á 20-25 ára fresti :) Við hittumst svo hérna heima hjá mér um kvöldið 25 des og höldum jólin þá með pabba hans, en um daginn þá förum við í jólahádegismat til tengdamömmu Nicki, en fjölskylda Bo's og okkar er mjög náin og eyðir oft hátíðum saman, síðustu jól voru haldin þar líka.
Það eru komnir nokkrir pakkar undir tréð Líf til mikilla óánægju en henni finnst með einsdæmum gott að lúlla þar undir. Ég keypti stóru jólagjöfina handa Jeff í gær en hann fær DVD skrifara sem er spilari líka við tölvuna sína sem hann byggði sér sjálfur, síðan fær hann nokkrar dvd myndir frá mér líka, en hann bað um dvd myndir í jólagjöf svo það verður gaman að sjá svipinn á honum þegar hann fær stóru gjöfina líka. Líf er búin að taka algjöru ástfóstri við fótunum á Jeff, hún eltir hann á röndum og þegar hann stoppar þá nuddar hún sér upp úr tánum á honum og ef hann stendur kyrr nógu lengi fer hún að velta sér í kringum hann heheh, mér finnst þetta auðvitað stórfyndið en honum ekki eins þar sem hann getur varla tekið eitt skref án þess að detta um köttinn. Furðulegur köttur.
Þeir sem fá frá mér jólakort og jólagjafir verðið að bíða þolinmóð. Ég sem byrjaði í nóvember til að vera búin fyrir jól er ekki enn búin. Það er einn pakki farinn af stað til Íslands, en ég var í vandræðum með hinn pakkann og stærð á pappakassa en þeir sem ég keypti voru of litlir, þannig gjafir og jólakort koma seint :P en hey; Betra seint en aldrei!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:17 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.