Fimmtudagur, 21. desember 2006
Jólasnjór
Það má segja með réttu að jólasnjórinn sé komin hingað til Denver. Í gær kom Jeff heim kl 11 um morguninn en hann á vanalega ekki að vera búinn fyrr en 1 á daginn. Það var búið að snjóa svo mikið að það er búið að loka öllu í borginni. Jeff var sendur heim rétt eftir kl 9 en færðin var svo slæm að það tók hann um 1,5 klst að koma heim sem vanalega tekur 10-15 mín. Vegir eru lokaðir, búðir, skólar allt lokað nema það allra stærsta eins og Walmart en við ætlum að reyna að fara þangað á eftir hvort sem það verður labbandi eða á bíl. Þannig það er algjört kakó veður í dag og í gær. Snjóstorminum á að ljúka um hádegi en þá á hann að hafa farið yfir fylkið bara til að annar geti tekið við. Loksins fær maður almennilegt veður hérna í Denver, ég er búin að bíða eftir smá stormi hérna síðan ég flutti út! Maður býr nú upp í fjöllunum, ég meina það skoh! :)
p.s. myndin er tekin af svölunum hjá mér um kl 9 í morgun :)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
meríku en hérá fróni.
Aftur bestu kveðjur frá okkur .
Vilborg Finnbogi Kiddi og auðvitað Snati.
Vilborg Ósk Ársælsdóttir (IP-tala skráð) 24.12.2006 kl. 00:11
Taka tvö....Elsku Vala og Jeff.
Gleðileg Jól og farsælt komani á frá okkur.Alltaf gaman að fylgjast með blogginu þínu.Vilborg Finnbog Kiddi og Snat.
Vilborg Ósk Ársælsdóttir (IP-tala skráð) 24.12.2006 kl. 00:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.