Fimmtudagur, 28. desember 2006
Jólin búin
Þá eru jólin búin og bara áramótin framundan. Við höfðum það alveg ágætt um jólin þrátt fyrir að hafa farið í 3 jólaboð á 2 dögum. Búddalampinn sló í gegn mamma Jeffs fékk Búddalampann og var alveg að fýla húmorinn í kringum gjöfina, Bricen 4 ára strákurinn hennar Michelle lét allt dótið sem hann hafði fengið detta og sat dáleiddur fyrir framan lampann hehe. Á jóladag fórum við svo til Sylviu sem er tengdamamma Nicki, þar var kalt hlaðborð með allskonar góðgæti sem við náðum að gæða okkur á, það var alveg ágætt en við héldum að það yrðu bæði þeirra fjölskylda og okkar, en í staðinn voru að bara við og börnin þeirra. Síðan héldum við heim þaðan og fórum að gera íbúðina okkar klára en við fengum gesti um kvöldið, pabbi Jeffs og kærastan hans komu ásamt Nicki, Bo, Michelle og Kai og tveimur börnunum þeirra og svo voru ég og Jeff svo allt í allt náðum við að troða 10 manns í litlu holuna okkar. Það gekk bara ljómandi ég átti ennþá íslenskan bjór eftir síðan pabbi var í heimsókn svo hann var dreginn fram, vanalega tek ég líka fram harðfisk og brennivín þegar fólk kemur í heimsókn en þar sem það voru jól þá ákvað ég að vera góð :) Við vorum með hlaðborð þar sem ég bakaði litlar mini pizzur og allskonar puttamat og smákökur.
Það er eitt sem ég sakna frá Íslandi um jólin er góði maturinn, hér virðist ekki vera eins lagt upp úr að hafa góðan og hátíðlegan mat. T.d. á aðfangadag hjá tengdó var lasagna, ég var með litlar mini pizzur þar sem ég var beðin um að hafa pizzur og eftir að ég var búin að hneykslast á að hafa pizzur á deginum sem ég er vön að borða hangikjöt þá gaf ég eftir þar sem ég hef ekki efni á að gefa 10 manns að borða eitthvað fínt. En ég sakna hátíðarmatarins, kannski er þetta svona bara hjá þessari fjölskyldu en ekki annarri en eitt er víst að ég kem til með að breyta þessu :)
Á þriðjudaginn höfðum við Jeff það svo gott hérna heima saman, við gerðum nákvæmlega ekki neitt annað en að hvíla okkur. Leika okkur í tölvunni, lesa og borða. Ég lét hann vita að það væri annar í jólum eða "Second of Christmas" en hann bara rúllaði augunum og fannst við voða asnaleg hehe.
Rétt fyrir jól fengum við góðan slatta af snjó til okkar hérna í Denver, svo slæmt að borgin lamaðist, allt fór á kaf. Tveimur dögum seinna var fólk búið að moka sig út þar sem jahh, maður þurfti að klára að versla allt fyrir jólin. Í dag á svo annar snjóstormur að koma yfir ríkið og talað er um að það eigi að vera alveg jafn slæmt og síðast svo við ætlum að reyna að fara út í búð áður en það byrjar að snjóa og versla allt sem við þurfum framyfir jól, þá getum við bara lokað okkur inn í litlu holunni okkar og mokað okkur svo út þegar Jeff þarf að fara aftur að vinna :)
Vonandi hafið þið það gott yfir hátíðarnar!
Hátíðarkveðja frá USA!
Vala og Jeff
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.