Snjór, snjór og meiri snjór

Í gær kom enn einn snjóstormurinn til okkar hérna í Denver, en þegar snjóstormurinn kom í fyrsta sinn var skólaumdæmið hans Jeffs með þeim síðustu að loka þrátt fyrir almannavarnir um að allt ætti að vera lokað nú þegar og allir starfsmenn sendir heim til að koma í veg fyrir öngþveiti og að fólk sæti fast á miðjum hraðbrautunum og yllu slysi. Forstöðumaðurinn fékk að heyra það að hafa lokað svona seint síðast að í gær var hann sá fyrsti til að loka, eða kl 5 um morguninn. Jeff greyið á að mæta kl 5, svo hann keyrir í vinnuna til að keyra heim, en sem betur fer þar sem skilyrðin voru orðin hættuleg. Vegurinn var svo sleipur að þegar hann var að koma niður brekku þá rann hann stjórnlaus á umferðareyju, sem betur fer voru engar skemmdir eða meiðsl á Jeff né bílnum svo það endaði vel, en engu að síður, Valan er að drukkna í snjó hérna en líður samt vel þar sem þetta er ekki rigning!!

Í ár þá skrifaði ég auðvitað fullt af jólakortum, allt of seint eins og vanalega, en þegar ég ætlaði að senda þau út fengum við tvo snjóstorma á okkur svo ekkert fór út sennilega fyrr en á nýju ári þar sem lítið fór út úr Colorado heh, ég ákvað því að sleppa því að senda jólakort í ár en ég vil þakka þeim sem sendu mér jólakort það er alltaf jafn gaman að fá jólakort þegar maður er svona langt í burtu!!

Ég vil einnig senda út bænarefni, maður frænku minnar er mikið veikur inn á sjúkrahúsi með krabbamein á lokastigi, ég vil biðja ykkur að biðja fyrir honum og fjölskyldu hans en þetta eru erfiðir tímar hjá þeim sem stendur.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HæHæ Það var gott að jeff og bílinn urðu ekki fyrir óhappivið gætum farið í snjókast núna ..því hér heima er smásnjór.nóg til að  búa til kúlu og henda í þig ..he he.Fallegt af þér elskan mín að biðja um styrk fyrir Pöllu og systkynin....ég bið  þeim til handa um   styrk.. bið  fyrir kveðju.....

Mamma

mamma (IP-tala skráð) 7.1.2007 kl. 14:10

2 identicon

hæhæ, svo póstástandið í Denver er ekki ólíkt því á Patró, hehe. En ég fékk engin jólakort fyrr en eftir jólin þar sem flugið lá niðri í næstum því viku fyrir jól - og pósturinn kemur með fluginu  Kkv nina

Nina (IP-tala skráð) 7.1.2007 kl. 14:19

3 identicon

Allt á kafi allstaðar bara. En hvernig er það er þetta svona alvöru snjór eða er það satt það sem þeir segja að það þurfi bara tvo cm og þá loka þeir öllu?

Þú ert annars ein af þeim heppnu sem fékk jólakort áður en við lentum í árekstrinum.... hef bara ekki skrifað fleiri síðan. Stundum borgar sig semsagt að eiga heima langt í burtu.

Alltaf gaman að lesa um ykkur. Heyrumst fljótlega, það er að segja ef að þú skrifar símanr þitt hér.....

knús Magga Salla

maggasalla (IP-tala skráð) 7.1.2007 kl. 18:02

4 Smámynd: Vala Björk Vieregg

Ég held ég sleppi því að skrifa símanúmerið hérna, en þú getur sent mér póst á valabj@comcast.net og ég sendi til baka, ég veit ekki hvaða netfang þú notar núna. Ég fékk reyndar jólakortið þitt í gær Magga, ekkert smá sæt myndin af systkinunum :) Og nei, hér er meira meter snjókoma, sem þýðir auðvitað að þegar blæs geturu fengið ansi háa snjóskafla, svo 2 cm af snjó er ekki málið :)

Vala Björk Vieregg, 7.1.2007 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband