Klukk

Jú Jóhanna ég les bloggið þitt ennþá! Ég var klukkuð og here goes. Note Bene ég kem með ferðasögu síðar í vikunni, en fer heim á morgunn í ævintýralega langa og flókna heimferð með Icelandair!

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

1. Sumarbúðir

2. Vistheimili Barna

3. Vodafone þjónustufulltrúi

4. Sölu og markaðsstjóri Waterfield Court Apartments

 

Fjórar bíómyndir sem ég held uppá

1. Matrix 1

2. Xmen 2

3. Talladega Nights

4. 300

 

Fjórir staðir sem ég hef búið á

1. Skúlagata 56

2. Einhverstaðar í Grafarvogi

3. Grettisgata 69

4. Truckee Way #201

 

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar

1. Friends

2. Will og Grace

3. NCIS

4. Scrubs

 

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum

1. London

2. Glasgow

3. Dublin

4. Praag

 

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg

1. mbl.is

2. facebook.com (held það sé ekki blogg)

3.  Cnn.com

4. valkyrjan.deviantart.com

 

Fernt sem ég held uppá matarkyns

1. Kjúklingur

2. Kjúklingur

3. Kjúklingur

4. Nautakjöt

 

Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna

1. Heima hjá mér umvafin Jeff og hvolpunum mínum

2. Fluga á vegg á stjórnarumræðunum um peningamálin

3. Noregi

4. Mall of America með fullt af pening (við erum allar sammála þar) 

 

Fjórar hljómsveitir eða tónlistarmenn sem ég held uppá

1. U2

2. Coldplay

3. Gorillaz

4. Queen einn svona gamall og góður

 

Fjórir bloggarar sem ég klukka

Lella

Frikki

Anna Jóh

Alma 

 

Hananú! 


2 dagar í heimferð!

Bara 2 dagar í heimferð, er byrjuð að pakka, ferðataskan nú þegar orðin full og ég er ekki búin að pakka helmingnum sem ég ætla að koma með heim. Reyndar er hálf taskan handa mömmu svo ég ætti að vera með gott pláss á leiðinni heim, en ég fer sennilega með allskonar dót heim sem ég á á Íslandi. Ég er orðin svaka spennt og hlakka ekkert smá til að hitta alla!

Sjáumst í næstu viku!!

 


Hárlita fíaskó

Valan ákvað að lita á sér hárið þar sem blondínan var ekki alveg að gefa sig fyrir mig, svo ég náði í Loreal dökk ljóshærða með ljósum strípum pakka. Útkoman er músabrúnt hár með ljósum strípum...

Hvað þarf maður að bíða lengi þangað til ég get litað það aftur Shocking

Ég sem ætlaði að vera svo sæt þegar ég kæmi til Íslands! haha daman er að deyja úr spenning bara tvær vikur í að ég kem heim! Eiginmaðurinn var ekki alveg að fíla að vera einn heima í tvær vikur svo hann fékk boð frá ömmu sinni að koma í heimsókn til Florida sem hann ætlar að gera. Ástæðan fyrir þeirri heimsókn er tvöföld þar sem við erum að spá að flytja til Flórida svo hann ætlar að reyna að finna vinnu þar. Ástæðan er aðallega sú að okkur báðum líður mjög vel í Colorado, fylkið er æði, en fólkið á ekki við okkur. Ef þið trúið því ekki þá var það íslendingurinn sem stakk upp á að flytja hehe Jeff auðvitað ekki lengi að segja já þar sem honum hefur ekki liðið vel hérna í langan tíma.

Fólkið hérna í Denver eru að mínu mati ofsalega dramadrottningar. Það er mikil efnishyggja í gangi og pressa á að þú þurfir að líta svona út og eiga hitt og þetta sem þú hefur ekki efni á. Þar að leiðandi er ég að vinna með þremur alkahólistum, einum kultista, dramadrottningu og einum venjulegum hehe allir hérna eru á einskonar anti depressant lyfjum. Voða furðulegt og mjög sorglegt þar sem bæði ég og Jeff elskum Denver.

Hvort grasið sé grænna hinum meginn veit ég ekki, en við erum "ung" og höfum ekkert sem bindur okkur hérna, svo það sakar ekki að prufa. Það sakar ekki að við eigum vini í Flórida sem eiga mun betur við okkur.

Svo hver veit, þegar ég kem til baka frá Íslandi þá er ég kanski að fara að flytja í sólina í Flórida! 3 klst fjarlægð frá Disney World!


Flugmiði keyptur

Flugmiðarnir voru keyptir síðasta Mánudag! I'm coming home!

Það er reyndar rosalega asnalegt, á leiðinni heim þá þarf ég að fara í gegnum 3 millilandaflug áður en ég kemst heim.  Til að spara pening þá flýg ég frá Reykjavík til New York til Washington til Minneappolis til Denver...með 6 tíma stoppi í Washington yfir nótt. Ég get ekki beðið Shocking

En til að fá beint flug hefði ég misst tvo daga á Íslandi, og ég var ekki alveg að vilja það svo ég bít bara í það súra epli og flakka á milli flugvalla í USA.

Ég er farin að hlakka rosalega mikið til að hitta alla, mömmustelpan hefur ekki séð mömmuna sína í 3 ár, Lellu, Möggu, Öglu Mörtu, Nínu, Saló, Pabba öll börnin sem þið hafið ungað út og hreinlega alla vini og fjölskyldu! 

Ég er farin að telja niður dagana!

30 dagar í heimkomu! 


Ísland Fagra Ísland

Þá er það staðfest, ég fæ báðar vikurnar mínar í frí, svo daman lendir á fróninu þann 21 September og fer heim aftur 5 Október. Ég hlakka ekkert smá til enda 3 ár síðan ég var á Íslandi. Nánast allar vinkonurnar eru búnar að eignast eitt til tvö börn á þessu tímabili, ég eignaðist tvo hunda...eitthvað er ekki að gera sig hérna hehe!

Góðar fréttir, Jeff náði fyrsta prófinu sínu í A+ gráðunni sem hann er að taka, næsta próf sem hann tekur er sennilega í næstu eða þarnæstu viku. Á sunnudaginn erum við að fara í Picnic (hvað sem það heitir á Íslensku), reyndar var alíslenskt veður hérna í dag, rigning og 10°C hiti, það á að rigna aftur á morgunn og svo aftur í sólina á Sunnudaginn með yfir 20°C hita. Það er frekar óvanalegt að það rignir hérna enda erum við í miklu þurrlendi, sólin hinsvegar er nánast daglegur gestur sem mér finnst æði!

En allavega, sjáumst bráðum! 


Tilvonandi Heimferð

Ég setti inn beiðni í dag um 2 vikna frí og þá myndi ég koma til Íslands 21 september og fara heim 5 Október held ég...það skemmtilega við það er að Magga verður á Íslandi á þessu tímabili svo ég stílaði inn á það!!

Yfirmaður minn var frekar svartsýn á að ég gæti tekið báðar vikurnar mínar fríar á sama tíma svo við verðum að sjá til með það. Vinnuandinn hérna er öðruvísi en á Íslandi, það er meira álag hérna og minna frí, daman er ekki alveg að fíla það, en engu að síður get ég ekki breytt því sem fyrir er.

Ég er annars að skipuleggja Photoshop námskeið fyrir Colorado svæðið í vinnunni ásamt sumum yfirmönnunum frá fyrirtækinu sem á íbúðarsamfelluna okkar. En eins og þetta virkar þá er fyrirtæki sem heitir The Bethany Group sem á íbúðasamfellur út um öll Bandaríkin þar á meðal 4 í Colorado. Sennilega svipað og Baugur og allar matvöruverslanirnar sem þeir eiga. En allavega þá er ég að skipuleggja þetta námskeið fyrir starfsmennina í Colorado og sú sem er yfir starfsmannaþjálfuninni í Colorado, Texas og Arizona verður á námskeiðinu líka. Svo eins gott að daman standi sig.

Að öðru leiti er allt gott að frétta af okkur, veðurfarið er aðeins farið að kólna sem betur fer, svo núna er hitinn akkúrat réttur, í kringum 25 stig. Ekki og heitt og ekki of kalt, vonandi helst það þangað til í Nóvember :D Ég er orðin allt of spillt!!


Long time no see

Ussumsussum það er allt of langt síðan ég skrifaði síðast. Það er nú lítið fréttnæmt gerst í mínu lífi, allt við það sama. Það eina sem hefur breyst er að ég er vonandi að koma í heimsókn til Íslands í haust. Sennilega ekki fyrr en í September eða Október en ég veit meira eftir um 2 vikur. Mamma er svo rausnarleg að hún ætlar að splæsa á dóttirina ferð til Íslands. Það versta við að ég er í þannig vinnu að ef ég missi mikið úr vinnu þá dettur innkoman mín niður svo þetta verður sennilega bara vikuferð, en engu að síður heimferð! Þannig ég er rosa spennt fyrir því! Að öðru leiti hef ég ekkert merkó að segja :p

Sunnudagsferð í Dýragarðinn

Dagurinn í dag var mjög góður, daman vaknaði um 11 leytið og hafði sig til í ferð í dýragarðinn í Denver. Það var rosalega gott veður, sennilega á milli 25-30°C sól og heiðskýrt. Því var skellt á sig sólarvörn 55 spf factor sem er algjört möst fyrir föla einstaklinga eins og mig. Þegar þangað var komið keypti ég svo hatt til að brenna ekki í hársverðinum, en þar sem ég er svo nísk keypti ég stærsta barnahattinn sem passaði fínt, nema var kannski eins tískulegur og ég hefði viljað hehe. Við eyddum svo deginum úti í sólinni með myndavélina um hálsinn á meðan við þræddum dýragarðinn endilangan. Þegar við vorum svo komin með nóg fórum við út að borða á Macaroni Grill sem er ítalskur veitingarstaður með mjög góðan mat, daman fékk sér terriaki gljáðan lax með hrísgrjónum og spínati ekkert smá gott, ef þið komið til USA endilega prufa þennan veitingastað!

Að öðru leyti er allt gott að frétta af okkur, Jeff fer í A+ prófið á miðvikudaginn, við héldum að þú gætir gengið inn í prófastöðina og tekið prófið, en nei það gengur víst ekki alveg þannig fyrir sig, heldur þarftu að panta tíma og þetta var það fyrsta sem hann fékk. Svo á föstudaginn er 4 Júlí sem er þjóðhátíðardagur Bandaríkjamanna, sem þýðir frídagur fyrir mig, versta við að laugadagar eru peningadagar fyrir mig svo ég get ekki tekið laugardaginn frían og fengið 4 daga frí.

Fyrir ykkur sem ég hitti reglulega á msn, þá er msn með allskonar vandræði fyrir mig, en ég þarf að downloada nýju msn-i í hvert skipti sem ég kveiki á tölvunni minni, svo ég hætti að nenna því. Ég væri alveg til í að skipta um samskiptaforrit ef einhver er með einhverjar hugmyndir (nema þið vitið hvernig á að laga msn-ið mitt)

Allavega þá læt ég þetta lokið í bili með nokkrum myndum frá dýragarðsferðinni!

Restina getið þið séð hér: Deviantart

 Páfagaukur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tígri

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Hreysti

Workout21706Við hjónakornin ákváðum að við vildum breyta aðeins um lífsstíl og koma okkur í form, Jeff ákvað að spila körfubolta nokkrum sinnum í viku og ég er byrjuð í leikfimi. Reyndar er þetta ekki beint leikfimi það er erfitt að finna íslenskt orð yfir þessar æfingar (já ég veit ég er orðin rosa amerísk), en þetta er sérhæfður heilsuklúbbur sem er mjög árangursríkur. Salurinn er með 30 tækjum sem öll taka á mismunandi vöðvum líkamans ásamt því að vinna að hjartaheilsu og þoli, þú ferð tvo hringi 30 sekúndur í hverju tæki, svo þetta er 30 mínútna æfinaprógram. Þegar maður fer fullan æfingatíma 30 mínútur þá brennir maður um 400 kaloríum, og síðan næstu 3 tímana heldur maður áfram að brenna um 300 kaloríum. Svo núna fer daman í ræktina áður en hún fer í vinnuna á morgnana.

Að öðru leiti er allt gott að frétta af okkur, Jeff fer í próf í vikunni til að fá A+ gráðuna sína, mér gengur alltaf jafn vel í minni vinnu svo ekkert breyst þar. Hérna er veðrið orðið mjög gott, það fer á milli 20-30°C á daginn ásamt sól og heiðskýru. Ég sá einmitt mynd á mbl.is af undirbúningi fyrir 17 júní þar sem allir voru í peysum og húfum, hérna þá er maður í flipflop skóm og hlírabol!

En allavega ég ætla ekki að monta mig meira af veðrinu, þarf að fara út í búð!

Kveðja frá Ameríkunni


Evróvision

Ég er að horfa á evróvision á eurovision.tv og ég bara verð að spyrja, hvað er málið með techno æðið sem er í gangi þar?? Og sama með okkar söng, afhverju techno? Greyið Jeff situr hálf opin mynntur en ég er að láta hann horfa á Eurovision með mér hehe. Hann skilur ekkert í þessum klikkuðu evrópubúum og afhverju við fýlum þessa keppni svona í botn.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband