Hvít heit heit Súkkulaði

Nýjasta æðið hérna frá Starbucks er White hot hot chocolate. Þetta er rosalega gott heitt súkkulaði með smá kryddi í. Ég fékk uppskrift af því svo ég þurfi ekki að fara á Starbucks og eyða pening þar og ákvað að deila henni með ykkur!

 

200 Gr Hvítt súkkulaði brætt

1/4 teskeið Ceyenne Pepper (má minnka þar sem þetta er frekar sterkt krydd, mamma þú myndir sleppa þessu þar sem þér finnst sterkt ekki gott)

1/2 teskeið kanill

3-5 bollar mjólk (minnsta kosti 2%)

1 Egg hrært

 

Bræðið súkkulaðið í örbylgu eða yfir heitu vatni, hrærið kryddinu saman við ásamt egginu. Skellið í pott yfir vægum hita og hægt og rólega bætið við einum bolla mjólk. Hrærið saman. Hægt og rólega hellið restinni af mjólkinni í pottinn á meðan þið hrærið í, því meiri mjólk því þynnra verður súkkulaðið. Leyfið þessu að malla í um 30-50 mín eða þangað til kryddið er samblanda vökvanum. Gott er að bæta smá vanillu út í.

Þar hafið þið það, rosalega gott á köldu síðkvöldi undir teppi með jólasmáköku og góða mynd í tækinu :)


Colten Kenneth Boyle

Hæ Allir, ég vildi bara skella inn nokkrum myndum af nýjasta meðlim fjölskyldunnar. Nicki og Bo eru búin að reyna að eignast barn í 7 eða 8 ár og loksins heppnaðist það!

Enjoy!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

crying.jpg

 

 

 

 


Rekin með húð og skömm

Þá kom að því að yfirmaður minn var rekin með húð og skömm. Henni var sagt upp fyrir óheiðarleika, lélega framkomu og hugsanlegan þjófnað. Það var því dansað af gleði í vinnunni hjá mér í dag. Ég sérstaklega því það þýðir að ég fæ aftur smá budget fyrir að halda áfram að markaðssetja eignina.

Á föstudaginn er svo þakkargjörðarhátíðin haldin í vinnunni, hver kemur með eitthvað og þar sem sú sem ætlaði að koma með kalkúninn var rekin, þá lenti það á mér þar sem enginn annar treysti sér í að elda kalkún. Valan segir ekkert mál fyrir Jón Pál og ætlar að elda þennan líka frábæra kalkún á föstudaginn, hvernig hún ætlar að fara að því þar sem hún hefur ekki hugmynd um hvernig á að elda kalkún er svo annað mál....

Það reddast! Cool


Myndir

Myndirnar frá Íslandsferðinni eru komnar inn. Albúmið heitir Ísland 2008

Enjoy!


Þjófar og vitleysingar

Það kom í ljós í gær að yfirmaður minn er ekki bara alkahólisti, lygari og með allskonar geðraskanir, heldur hefur hún verið að stela frá fyrirtækinu í þokkabót. Vonandi tekur fyrirtækið mitt almennilega á þessu og hún verði rekin á staðnum þegar hún mætir á mánudaginn, ef hún mætir hehe. Sem stendur vita bara þrír af þessu og það er milli yfirmennirnir, ég og tveir aðrir. Það versta við er að hún er einstæð fimm barna móðir. Á sama hátt get ég ekki vorkennt henni of mikið þar sem hún  kom sér sjálf í þessar aðstæður. Greyið börnin hennar þurfa að glíma við hana drekkandi eina til tvær viskíflöskur á kvöldi og ég hef hana grunaða að koma stundum full í vinnuna þar sem hún ilmar af alkahóli, en ég get ekki verið viss þar sem þetta gæti verið frá kvöldinu áður en hún virkar ekki drukkin. Skrítið hversu langt sumir ganga haldandi að þeir komast upp með þetta. Hennar fall var að hún passaði sig ekki á að segja öðrum frá hvað hún var að gera hehe.

Það er allt gott að frétta af okkur hjónakornunum, í gær ákváðum við að gera okkur glaðan dag eftir vinnu, svo við fórum og náðum okkur í góðan mat til að taka heim og horfa á Hellboy 2 sem var að koma út á DVD. Við vorum hinsvegar svo þreytt þegar við komum heim að við bara borðuðum og fórum svo fljótlega upp í háttinn. Vinnutíminn minn hefur breyst frá 8.45-6 til 8.15 til 5.30 sem mér finnst æði. Hinsvegar munar um að vakna hálftíma fyrr svo daman meikar það varla lengur en til 10 á kvöldin. Það er svona að vera gamall huh!

Þakkargjörðin er svo eftir tvær vikur. Það er planið í vinnunni að í næstu viku ætluðum við að hafa pollíönu þakkargjörðarmáltíð þar sem hver kemur með eitthvað. Yfirmaður minn sem vonandi verður ekki lengur starfandi næsta föstudag ætlaði að koma með kalkúninn. Eins og margir vita finnst mér kalkúnn geðveikt góður, en síðustu tvö ár höfum við fengið tvær kalkúnamáltíðir, hjá mömmu Jeffs og svo hjá systir hans. Hvernig það verður þetta árið veit ég ekki en allir eru blankir og það er eitthvað svaka drama í gangi hjá mömmu Jeffs og yngstu systur hans eins og vanalega, en við erum ekki alveg inn í því enda höldum við okkur fyrir utan það. Eitthvað í sambandi við að maður yngstu systir hans tapaði öllum peningunum þeirra í póker svo núna ætlaði hún að flytja til mömmu sinnar þar sem þau misstu íbúðina sína sem þau leigðu, enn einu sinni. En hvort það gekk eftir eða ekki veit ég ekki. Svo auðvitað dramað heima hjá mömmu hans og mannsins hennar sem er vægast sagt algjör drulluhali. 

Jæja, daman ætlar í háttinn!

Góða nótt!


Photoshop kennsla

Ég var með fyrstu einkakennslustudnina mína síðasta sunnudag. Það gekk mjög vel. Ég er að kenna miðaldra manni á Photoshop en hann er að spá hvort hann eigi að kaupa forritið eða ekki með vefsíðuhönnuninni sem hann vill fara út í. Nína spurði mig hvort ég gæti ekki farið með kennslu í gegnum netið, og ég hugsaði hversvegna ekki svo ég ætla að skella inn hluta kennslunnar sem ég bjó til hingað. Það er á ensku en ég held að Nína sé nokk góð í engelskunni :)

 

Photoshop 101

 

Adobe Photoshop has been the lead image editing and design product for 18 years. Its vast possibilities make it the prime choice for anyone working with any type of graphics. The sky is the limit with what you can do with Photoshop.

 

Basic understanding of imaging

 

Pixel vs Vector

 

Pixel is made from tiny little squares. Zoom in on a photograph and you will start seeing the pixels and how the photograph is made

 

Vector is made from a solid line so no matter how close you zoom in, the resolution will always stay the same.

 

Hence when it comes to line art vector is a better choice as it has limited options with colors while pixels are a great option for complicated coloring, which is why a photograph is made from pixels.

 

Resolution

 

Dot per Inch (dpi) is a measure of printing and video resolution, in particular the number of individual dots or pixels within the span of one linear inch. The more dpi the more detailed your image is.

 

A resolution for the web usually requires 72 dpi while print requires 300 dpi. That is why when making quality print you can't take any image from the web and blast it up in size. A 72 dpi will never become 300 dpi.

 

Colors

 

RGB - Red, Green and Blue light are added together in various ways to reproduce a broad array of colors. It was originally thought for images in the electronic system such as a computer or television. But now it has been translated for Photographs as well.

 

CMYK - Cyan, Magenta, Yellow and Key (Black) is what is used for color printing. Most printing agencies take both RGB and CMYK today even though they prefer the CMYK color mode, as it is cheaper to produce.

 

The other color modes you don't need to worry about for now, as these two are the primary ones of what you use.

 

File format

 

When you save your file it is important to know what file format to save it in. Here are the most common ones that you will see:

 

PSD - format stores an image with support for most imaging options available in Photoshop. These include layers with masks, color spaces, transparency, text etc.

 

JPEG - is a commonly known method of compression for photographic images. The degree of compression can be adjusted, allowing a selectable tradeoff between storage size and image quality. JPEG typically achieves 12 to 1 compression with little perceivable loss in image quality. This is the most preferred format for print agencies.

 

GIF - The graphics interchanged format. Most commonly used for the Internet as it compresses the file using a palette of up to 256 distinct colors for each frame. The color limitations makes it unsuitable for photographs and other images with continuous color. It is ideal however for logo's and other graphic with low range of colors. It also supports animation.

 

There are many other file format such as bitmap, Tiff, PNG that are out there, but working with Photoshop and print, PSD and JPEG are what you will be using the most.

 

 

Photoshop Tool Bar

toolbar.jpg

Move Tool: Moves objects around

Marquee Tool: Let you select rectangles, ellipses, and 1‑pixel rows and columns

Lasso Tool: Has three options, lasso, magnetic and polygonal

Lasso is useful for drawing freeform segments of a selection border

Magnetic when used, the border snaps to the edges of defined areas in the image.

Polygonal is useful for drawing straight-edged segments of a selection border

Magic Wand: Lets you select a consistently colored area without having to trace its outline. You specify the color range, or tolerance, for the magic wand tool's selection, based on similarity to the pixel you click

Crop Tool: Lets you remove portions of an image to create focus or strengthen the composition

Brush Tool: Is used to do freestyle painting where you define what shape, hardness and size the brush is

Eraser: Erases

Paint Bucket: Fills an area with a solid color

Type Tool: Used for typing

Custom Shape Tool: Draws a custom shape such as a heart, butterfly or a star

Hand Tool: Moves the whole image you are working on

Zoom Tool: Zooms in and out

Color Tool: Selects the foreground and background color you want to work with

 

 

 

Ef þú átt Photoshop eða hefur aðgang að því lestu þetta yfir, farðu yfir tool barinn og prufaðu þig áfram. Síðan seinna í vikunni þá skal ég skella inn einni æfingu :)

Gangi ykkur vel!


Vala Kennari

Ég fékk þá hugdettu um daginn að ég gæti tekið að mér einkakennslu í Photoshop. Ég skellti inn auglýsingu á craigslist og viti menn, fólk hefur áhuga á þessu. Ég er með einn í sigtinu sem hefur áhuga svo það kemur í ljós á næstu dögum ef ég næ að selja honum námskeiðið mitt. Ég nota svo bara skrifstofuna mína í vinnunni (eftir lokun) þar sem ég vil ekki fara heim til ókunnugra eða fá ókunnuga heim til mín. Sjáum hvernig þetta fer og hvort maður nái sér í smá aukapening hér.

Vinnan gengur betur, þeir náðu einhverjum árangri með fjárfestum og eiga von á að hlutirnir fara að lagast bráðlega. Hvort sem það er satt eða ekki. Rafmagnsveitan kom um daginn og ætlaði að loka á skrifstofuna en við náðum að punga út 1,4 milljóna tékka til þeirra til að borga upp skuldina hehe. Ég hef verið að leita að annarri vinnu í mínu fagi en vanalega er það mjög auðvelt en eins og ástandið er í dag þá er enginn að ráða einn né neinn. Við erum t.d. undirmönnum og fáum ekki að ráða út af ástandinu. Þetta ætti annars að fara að lagast bráðum, þeir segja að við erum bráðum að komast yfir breiðasta hjallann. Ég spái niðursveiflu næstu 2 árin og svo gengur þetta upp aftur, vonandi styttra.

Af okkur Jeff er allt gott að frétta, bæði hraust og hamingjusöm þrátt fyrir erfiðleikana í samfélaginu. Við erum þakklát fyrir að eiga hvort annað ásamt þeirri gleði sem gæludýrin okkar veita okkur. Nicki og Bo og littli Boberry hafa það gott líka, hann vex og dafnar þrátt fyrir að vera ennþá á spítalanum. Hann var fæddur 5 vikum fyrir tímann svo hann má taka sinn tíma í að vera orðinn nógu duglegur að drekka samfleitt áður en hann kemur heim. En hann þarf að taka pelann í 5 daga án þess að fá í gegnum slöngu eða taka dýfu í súrefni svo hann fái að koma heim. Þetta er mikil áreynsla á svona lítinn gutta sérstaklega þegar hann er vakinn á 3 tíma fresti til að drekka.

Hrekkjavakan fór í gang með miklum framkvæmdum á skrifstofunni en þeir eru að mála þar svo þar var allt út um allt. Við hjónin vorum svo bara heima en það kom enginn til okkar að "trikka eða tríta" þar sem við búum í íbúðarbyggingu, foreldrarnir nenna vanalega ekki að labba upp og niður stiga svo húsin fá meiri aðgang frá krökkunum. Mér var nú hugsað til Teklunnar minnar og hvað hún hefði haft gaman af þessu, en vonandi nær stórfjölskyldan að koma í heimsókn næsta ár um hrekkjavökuna!

Næst á dagskrá er svo þakkargjörðin, ég áætla að við förum til mömmu Jeffs en hún býður vanalega heim, hinsvegar þegar viðkemur þeim þá er ekkert öruggt. Fer allt eftir því hvaða drama er í gangi á hverjum tíma.

Við Jeff ákváðum (lesist ég ákvað og Jeff var sagt að fylgja eftir) að verða "grænni" svo við erum farin að endurvinna meira heldur en bara að henda öllu út.Sjáum til hvernig það gengur!

Að öðru leiti er ekkert að frétta af okkur annað en við höfum það gott!

Bið að heilsa allt og öllum!

*knús á línuna*


Sundhundur

Í dag var enginn í skapi til að vinna þar sem jahh, allir á mínum vinnustað er að leita sér að annarri vinnu hehe, ég er þar ekki undantalin en allavega nenni ekki að tala um það. Ég ákvað að taka hvolpana mína með mér í vinnuna eftir hádegið svo ég fer og næ í þá. Á bakvið skrifstofuna mína er sundlaug og þar sem það er orðið skítkalt hérna þá fer enginn að synda lengur svo ég fór með þá þangað og leyfði þeim að hlaupa aðeins um í sólinni enda afgirt svæði. Kesslik (brúni) skokkar um og er að elta laufin á meðan Buliwyf (hvíti) heldur sig nærri mér. Allt í einu horfi ég niður og sé Buliwyf standa á brúninni að sundlauginni og splash hann hoppar ofaní!! Hvað hundurinn var að pæla veit ég ekki en allt í einu fattar hann að hann er á kafi og jahh þarf að synda til að vera EKKI á kafi haha, ég eins og góðri hundamömmu sæmir spring úr hlátri á meðan greyið hvolpurinn syndir út um alla sundlaug áður en hann fattar að koma að bakkanum svo ég geti dregið hann uppúr. Eitt er víst, hann kann svo sannarlega að synda!! Ég er búin að vera í hláturskasti síðan þetta var eitthvað svo rosalega fyndið. Litla skræfan mín sem er hræddur við jahh spegilmynd sína ákvað að hoppa út í sundlaug og fá sér sundsprett!! hehe skrítin þessi dýr okkar...


Hrekkjavakan

Hrekkjavakan er að koma upp í lok mánaðarins en þetta er alveg frábærlega skemmtilegur dagur. Við í vinnunni ákváðum að í staðinn fyrir að við klæddum okkur upp þá myndum við koma með hundana okkar í búningum í staðinn en flest okkar eigum litla hunda!! Okkur fannst það alveg stórsniðugt svo það var ákveðið. Ég ætla því "svo framalega sem ég fæ borgað á morgunn" að kaupa búninga á þá en er í erfiðleikum með að velja hvaða. Nota Bene þessir búningar kosta um 15 dollara stykkið, ódýrari heldur en hamborgari og franskar á Íslandi :P

Hvað segið þið??

 Batman                                                                                         Robin

 

 

             

 

Mexikanó                                                                      Harry Potter 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kjósið til hliðar!! 

 


Ferðasaga

Ég vil byrja á því að segja frá gærdeginum. Við fengum símtal þar sem við fengum að vita að Nicki væri komin upp á spítala til að eiga barnið sitt. Það er aðeins fyrir tímann en allt gekk vel og bæði móðir og syni farnast vel.

Ferðin mín til Ísland var æðisleg! Ég fékk að hitta bæði fjölskyldu, vini og kunningja sem ég hef ekki hitt í mörg ár. Tók þátt í frægasta saumaklúbbi þessarar og síðustu aldar ásamt því að þenja mig út af góðu íslensku fæði. Með bestu tveim vikum ævinnar!

Ferðalagið heim gekk ekki áfallalaust enda um Völu að ræða. Upphaflega þá var planið að fara frá Íslandi til New York til Washington til Minneapolis en sú ferð var keypt í gegnum Icelandair. Ég fer til Keflavíkur og reyni að bóka töskurnar mínar alla leið. Ég var þar látin vita að ég yrði að fara í gegnum tollinn aftur í New York en hún væri búin að bóka þær alla leið þaðan. Allt í góðu. Ég lendi í New York eftir mjög þæginlegt flug en ég var í nýju vélunum frá Icelandair þar sem bæði sætin eru rúmbetri og hver er með snertikjá og getur valið úr 10 kvikmyndum og 20 þáttum til að horfa á. Nánast bara eins og að vera á fyrsta farrými!

Ég lendi í NY og fer í gegnum tollinn, ég reyni að bóka töskurnar mínar aftur og læt þær vita að þær eiga að vera bókaðar alla leið til Minneappolis. Þá segir ein athugul við mig, "geriru þér grein fyrir að þú þarft að fara á milli flugvalla í Washington"....ehhh neiiiiii ég hefði ekki hugmynd um það. Æði, ég lendi um miðja nótt og þarf að koma mér á milli flugvalla. Jæja, þetta er ekki það versta sem ég hef gert. Ég lendi svo um miðnætti í Washington og næ í töskurnar mínar. Ég síðan spyrst fyrir og kemst að því að hinn flugvöllurinn er í um 20 mílna fjarlægð en það væru sennilega engar samgönguleiðir nema leigubílar og þeir eru rándýrir. Ég með einskærri blessun finn rútuleið sem kostar helmingi minna og fer á milli flugvallanna. Það vandamál leyst. Ég hefði ekki miklar áhyggjur enda hafði ég um 7 tíma á milli. 

Ég kem svo til Washington um 2 leytið um nóttina (Bandarískum tíma), flugvöllurinn sjálfur var lokaður svo ég gat ekki bókað töskurnar inn eða neitt. Ég var að sjálfsögðu orðin vel þreytt, en ég fann svæði þar sem var með ruggustólum...ég plantaði öllum fjórum töskunum mínum upp að vegg, dró tvo ruggustóla fyrir, plantaði mér í einn með lappirnar í hinum og var farin að hrjóta áður en ég vissi af!

Ferðin eftir þetta gekk vel, nema hvað tvö flugfélög rukkuðu mig um $40 fyrir að vera með farangur, ekki það að ég var með yfirvikt, heldur var ég með farangur hehe. Ljóta vitleysan, ég kom svo heim og var sótt upp á flugvöll og fagnað vel heima af bæði eiginmanni og dýrum. Næsti dagur fór svo í að taka upp úr töskunum og hvíla sig eftir ferðina.

Ég kem svo í vinnuna og kemst að því að fjárfestarnir sem áttu að bjarga fyrirtækinu mínu úr skuldasúpu gátu ekki haldið áfram þar sem eignir þeirra hafa verið frystar. Við erum því á barmi gjaldþrots ef við erum ekki gjaldþrota eins og stendur. Ég hlakka til næsta föstudags og sjá hvort ég fái útborgað eða ekki, en ég er allavega farin að leita mér að öðrum vinnustað þar sem ég veit að ég fæ útborgað hehe. Efnahagsástandið hefur áhrif hér eins og annars staðar, atvinnuleysið heldur áfram að rísa og fyrirtæki sem einstaklingar eru í hrönnum að fara á hausinn. Núna er gott að eiga ekki neitt.

Bíllinn komst sem betur fer fljótt í lag, það var bara batteríið sem var búið svo það kostaði mun minni pening að gera við hann en ella, það eina sem var erfitt var staðsetning batterísins en hún er víst undir hjólinu svo það verður að fara undir bílinn til að skipta. En þetta er allt í gúddí.

Svo fengum við símtal í gær að Nicki og Bo væru búin að eiga, um 3 vikum fyrir tímann en allt gekk vel. Það var tvísýnt um tíma en að lokum fæddist um 2,5 kílóa myndarstrákur. Sjúkrahúsið vilja að hann verðir þarna í 3 vikur, en líklega verður hann þarna í mesta lagi viku höldum við, fer allt eftir hvernig hann tekur næringu. Öll líffæri eru þroskuð.

Það er farið að hausta hérna, það er búið að vera um 10-15 stiga hiti en á næturnar fer það niður í um 0 gráður. Við fáum sennilega bráðum snjó. Hundarnir eru auðvitað að krókna úr kulda en í töluðum orðum situr einn inn í peysunni hjá Jeff á meðan hinn situr við fæturnar okkar rosalega sár yfir að enginn skuli halda á honum líka! Líf er nokk sama hún er með góðan feld, enda íslensk kisa!

Að öðru leyti er allt gott að frétta af okkur, við höfum það bæði gott og höldum áfram okkar striki í að eiga ekki neitt og kaupa ekki neitt á meðan fjármálakrísan stendur yfir sem hæst!

Kveðja,

Vala

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband