Þjófar og vitleysingar

Það kom í ljós í gær að yfirmaður minn er ekki bara alkahólisti, lygari og með allskonar geðraskanir, heldur hefur hún verið að stela frá fyrirtækinu í þokkabót. Vonandi tekur fyrirtækið mitt almennilega á þessu og hún verði rekin á staðnum þegar hún mætir á mánudaginn, ef hún mætir hehe. Sem stendur vita bara þrír af þessu og það er milli yfirmennirnir, ég og tveir aðrir. Það versta við er að hún er einstæð fimm barna móðir. Á sama hátt get ég ekki vorkennt henni of mikið þar sem hún  kom sér sjálf í þessar aðstæður. Greyið börnin hennar þurfa að glíma við hana drekkandi eina til tvær viskíflöskur á kvöldi og ég hef hana grunaða að koma stundum full í vinnuna þar sem hún ilmar af alkahóli, en ég get ekki verið viss þar sem þetta gæti verið frá kvöldinu áður en hún virkar ekki drukkin. Skrítið hversu langt sumir ganga haldandi að þeir komast upp með þetta. Hennar fall var að hún passaði sig ekki á að segja öðrum frá hvað hún var að gera hehe.

Það er allt gott að frétta af okkur hjónakornunum, í gær ákváðum við að gera okkur glaðan dag eftir vinnu, svo við fórum og náðum okkur í góðan mat til að taka heim og horfa á Hellboy 2 sem var að koma út á DVD. Við vorum hinsvegar svo þreytt þegar við komum heim að við bara borðuðum og fórum svo fljótlega upp í háttinn. Vinnutíminn minn hefur breyst frá 8.45-6 til 8.15 til 5.30 sem mér finnst æði. Hinsvegar munar um að vakna hálftíma fyrr svo daman meikar það varla lengur en til 10 á kvöldin. Það er svona að vera gamall huh!

Þakkargjörðin er svo eftir tvær vikur. Það er planið í vinnunni að í næstu viku ætluðum við að hafa pollíönu þakkargjörðarmáltíð þar sem hver kemur með eitthvað. Yfirmaður minn sem vonandi verður ekki lengur starfandi næsta föstudag ætlaði að koma með kalkúninn. Eins og margir vita finnst mér kalkúnn geðveikt góður, en síðustu tvö ár höfum við fengið tvær kalkúnamáltíðir, hjá mömmu Jeffs og svo hjá systir hans. Hvernig það verður þetta árið veit ég ekki en allir eru blankir og það er eitthvað svaka drama í gangi hjá mömmu Jeffs og yngstu systur hans eins og vanalega, en við erum ekki alveg inn í því enda höldum við okkur fyrir utan það. Eitthvað í sambandi við að maður yngstu systir hans tapaði öllum peningunum þeirra í póker svo núna ætlaði hún að flytja til mömmu sinnar þar sem þau misstu íbúðina sína sem þau leigðu, enn einu sinni. En hvort það gekk eftir eða ekki veit ég ekki. Svo auðvitað dramað heima hjá mömmu hans og mannsins hennar sem er vægast sagt algjör drulluhali. 

Jæja, daman ætlar í háttinn!

Góða nótt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja herna her. Thad er aldrei drama allstadar hja ther....... lifid okkar verdur bara half dull á midad vid thetta

Takk fyrir bloggin. Knús.

Magga Salla (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband