Sundhundur

Í dag var enginn í skapi til að vinna þar sem jahh, allir á mínum vinnustað er að leita sér að annarri vinnu hehe, ég er þar ekki undantalin en allavega nenni ekki að tala um það. Ég ákvað að taka hvolpana mína með mér í vinnuna eftir hádegið svo ég fer og næ í þá. Á bakvið skrifstofuna mína er sundlaug og þar sem það er orðið skítkalt hérna þá fer enginn að synda lengur svo ég fór með þá þangað og leyfði þeim að hlaupa aðeins um í sólinni enda afgirt svæði. Kesslik (brúni) skokkar um og er að elta laufin á meðan Buliwyf (hvíti) heldur sig nærri mér. Allt í einu horfi ég niður og sé Buliwyf standa á brúninni að sundlauginni og splash hann hoppar ofaní!! Hvað hundurinn var að pæla veit ég ekki en allt í einu fattar hann að hann er á kafi og jahh þarf að synda til að vera EKKI á kafi haha, ég eins og góðri hundamömmu sæmir spring úr hlátri á meðan greyið hvolpurinn syndir út um alla sundlaug áður en hann fattar að koma að bakkanum svo ég geti dregið hann uppúr. Eitt er víst, hann kann svo sannarlega að synda!! Ég er búin að vera í hláturskasti síðan þetta var eitthvað svo rosalega fyndið. Litla skræfan mín sem er hræddur við jahh spegilmynd sína ákvað að hoppa út í sundlaug og fá sér sundsprett!! hehe skrítin þessi dýr okkar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja hvad gerdist á Hrekkjavökunni. ?  Bíd eftir nýjum fréttum. Knús

Magga Salla (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband