Hmmm

Ég mætti í vinnu samviskusamlega i morgun vongóð yfir að fá að fræðast betur um ástandið. Hvern er ég að vinna fyrir, er ég að vinna frítt sem stendur eða hvað er málið. Ég frétti að eigandi fyrirtækisins ætlaði að vera með símafund með öllum yfirmönnum fyrirtækisins og þar ætti margt að koma í ljós. Svo þegar kom að símafundinum þá var hann ekki viðtals þar sem hann var að tala við lögfræðinginn sinn. Svo ég hef ekki hugmynd um ennþá hvern ég er að vinna fyrir. Samkvæmt atvinnulögum hérna þá ef vinnuveitandi hefur ekki borgað þér í 10 daga þá er talið að hann hafi yfirgefið þig. Í dag er 10 dagurinn, en það sem ég þarf að gera er að stefna fyrirtækinu til að fá útborgað. Ég kem til með að skoða það á morgunn, vandamálið við það er að það getur tekið nokkra daga, mánuði eða ár. Bankinn þarf að borga upp allar skuldir á eigninni og þar með talið mín laun áður en þeir geta selt, en hver veit hvenær þeir ætla að selja. Bankinn kemur til með að taka yfir eignina, en það getur tekið 30 daga, fyrirtækið mitt ákvað að gefa þeim einn dag hehe.

En allavega ég læt ykkur vita nánar um framhaldið þegar ég veit meira, við ákváðum að mæta í vinnu en bara frá 10-16 í staðinn fyrir 8.30 - 17.30 og halda staðnum gangandi svo að þetta bitni ekki á leigjendunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Baráttukveðjur frá mér. Ekki gaman að vita ekkert hvert framhaldið er. En ég bið Guð að vera með þér í þessum málum og hann mun leiða þig áfram. kveðja, Agla Marta

Agla Marta (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 15:10

2 Smámynd: Vala Björk Vieregg

Takk innilega ég met það mikils Agla Marta.

Vala Björk Vieregg, 5.3.2009 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband