Miðvikudagur, 13. september 2006
Pabbi í heimsókn
Pabbi lenti í Denver í gær en hann verður í heimsókn hjá mér í tvær vikur. Hann var svo góður að koma með kisu með sér sem fannst nú ekki mikið um að ferðast í 15 klst. Þegar við komum heim loksins þá hafði hún ekki tíma til að fá sér að borða eða neitt þ.h. því hún var svo upptekin við að skoða sig um í nýju íbúðinni.
Fyrsta verkefni pabba var að gera við baðkarið mitt, en ég er búin að vera með stífluvandræði í margar vikur, svo kemur kallinn í heimsókn og gerir við það á 5 mín hehe. Við skelltum okkur svo í göngutúr í stórum þjóðgarði sem er í göngufæri frá mér og eyddum síðan deginum í að skoða í búðir. Hann keypti sér skó og tvennar buxur, og við skoðuðum svo myndavéla og tölvudót. Á meðan var Líf rosa góð stelpa heima hjá Jeff.
Hér til vinstri er linkur sem heitir "Albúmin mín", þegar þið smellið þar þá getið þið skoðað myndir sem ég hef sett hérna inn.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 02:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 6. september 2006
Ný bloggsíða
Jæja börnin góð, ég hef ákveðið að færa mig yfir á þessa bloggsíðu. Ég fékk nokkrar kvartanir að það væri erfitt að setja inn athugasemdir á hinni síðunni og þegar ég er að gera grín að múttu og hún getur ekki svarað mér, þá eiginlega verð ég að færa mig. Annars líkar mér þetta kerfi ágætlega, það er á íslensku og ég get sett inn myndir, þannig þetta er bara hið besta mál.
Það er lítið að frétta af okkur hérna eins og vanalega, við fórum í bíó seinasta sunnudag á Pirates of the Caribean 2 sem er alveg ágæt, týpísk framhaldsmynd en samt þess virði að sjá. Eftirá var grill heima hjá tengdasystir Nicki og Bo og svo bara heim.
Laugardeginum eyddi ég í búðarápi með Nicki, mig vantar boli svo það var farið að leita að bolum. Það sem ég keypti var rosa sæt skyrta á mömmu og fínan bol á manninn hennar og gallabuxur á mig. Engan bol, svo núna á ég nýjar buxur en vantar ennþá boli!