Mánudagur, 29. október 2007
Gaman saman
Í dag eftir vinnu fórum við Jeff bara tvö ein í skemmtigarð hérna sem heitir Elitches! Við skemmtum okkur konunglega, fórum í hvert tækið eftir öðru en þar sem við fórum ekki fyrr en eftir kl 5 þá náðum við ekki eins miklu og við vildum. En tívolíið er að fara að loka fyrir veturinn þar sem það fer bráðum að kólna verulega. Enn sem komið er, erum við að hanga í 20-25°C :)
Næsta föstudag förum við svo á uppistand þannig það er nóg að gera í skemmtanalífinu hjá okkur hjónakornunum. Að öðru leiti er lítið að frétta, Jeff er enn að leita að vinnu, ég vinn, sef og borða og Líf sefur og borðar og leggur sig þess á milli.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 06:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 14. október 2007
Uppistand
Þá er daman búin að kaupa sér sína fyrstu miða á uppistand í Bandaríkjunum! Við hjónin erum að fara á sýningu þar sem Gabriel Iglesias skemmtir eftir um tvær vikur. Ég efast um að nokkur hafi heyrt um hann á Íslandi, en hann er frekar frægur hérna í Bandaríkjunum og sjúklega fyndinn! Þið getið séð vídeo klippu af honum hérna: http://youtube.com/watch?v=OJSu9C-eEgM eða hér http://youtube.com/watch?v=JAUq0MFUT8M og að lokum http://youtube.com/watch?v=onsAV0EkKF8
Okkur hlakkar rosalega til, en núna þarf ég að enda þessa færslu þar sem ég er að hafa mig til í vinnuna, á að vera mætt eftir 15 mín og á eftir að þurrka hárið og mála mig!! Ohh óóóóó!!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 6. október 2007
Litli Ameríkaninn
Þetta er búin að vera ekkert smá brjáluð vika í vinnunni, við höfum ekki náð að setjast niður frá 9 til 6! Í fríinu mínu afrekaði ég svo að kaupa mér tvær peysur, sofa og borða, litla stelpan gjörsamlega uppgefin hehe. Annars þá fer að koma að hrekkjavökunni og það var ákveðið í vinnunni að láta íslendinginn sjá um skemmtunina fyrir íbúana hérna hehe...enda daman með gífurlega skipulagshæfileika að hálfa væri nóg! Svo núna er ég að kynna mér allt í kringum hrekkjavökuna þar sem ég ólíkt öllum hinum starfsmönnunum ólst ekki upp við þennan dag!! Samt spennandi og skemmtilegt verkefni :)
Magga Salla, pakkarnir eru komnir viltu að ég sendi þá áfram til Noregs? :)
Laugardagur, 29. september 2007
Fréttir úr Ameríkunni
Það hefur ýmislegt gengið á síðan ég bloggaði síðast. Svo þetta verður sennilega langt blogg þar sem ég er búin að vera ansi löt við að blogga. Jeff greyið lenti í því að missa vinnuna, það sem gerðist er að hann var gerður að blóraböggli fyrir yfirmann hans sem er í vandræðum í vinnunni. Þeir létu hann leysa af næturvakt sem vanalega þarf að þjálfa upp fyrir í allavega 2 vikur, en Jeff fékk 4 daga í þjálfun. Eitt af verkefnunum sem hann sá um var að prenta út launaseðla fyrir launadeildina nema hvað, það fór úrskeiðis og er "ástæðan" fyrir að hann var rekinn. Í raun ef við vildum gætum við kært þar sem Jeff er með sannanir frá öðrum prógrömmurum að hann gerði ekkert rangt, það er villa í forritinu sem olli því að verkefnið fór úrskeiðis ásamt því að prentarinn bilaði enn eina ferðina enn, en prentarinn sem þeir nota er yfir 20 ára gamall og hinn prentarinn af sömu gerð sem var enn í notkun kviknaði í....að sjálfum sér hehe. Yfirmaður hans hafði ekki gert neitt plan fyrir að kaupa inn ný tæki. Þetta er ein ástæðan fyrir að yfirmaður Jeffs er í vandræðum en hann er að reyna að klína því yfir á Jeff (sem er ekki að ganga rosalega vel). Svo staðan í dag er að ég er fyrirvinnan á heimilinu og Jeff er húsmóðirin :)
Með Jeff heima þá er ekkert keypt inn annað en hamborgarar og taco's en þetta er það eina sem hann kann að matbúa. Ég lýsti því yfir að ég gæti ekki lifað á þessu svo hann verður tekinn í gegn með þetta á næstu dögum hehe. Ég verð samt að segja að ég er mjög ánægð með fyrirkomulagið þar sem ég hef viljað að hann hætti í þessari vinnu í fleiri fleiri mánuði, en þeir hafa reynt að klína þeirra mistökum á hann áður. Jeff var með yngstu starfsreynsluna í deildinni 3 ár, meðan næsti fyrir ofan hann var með 15 ára starfsreynslu hehe. Hann getur ekki farið neitt nema upp á við með þetta en fyrir hans starfssvið getur hann fengið mun betur borgað en hann var að fá hjá ríkinu. Kósí starf, en illa launað. Jeffinum mínum líður auðvitað illa yfir þessu og finnst það vont að hafa verið rekinn ásamt því sem fyrrv. yfirmaður hans er enn að reyna að klína allskonar drasli á hann, hinsvegar góðu fréttirnar eru þær að undirmenn hans misstu trú á honum eftir að hann lét Jeff fara þar sem þeir vissu hvað gekk á.
Nóg um það! Amma Jeffs var í heimsókn í viku hérna svo við vorum dregin út um alla Denver til að hitta hana. Það er alltaf jafn gaman að hitta hana en hún er rosalega hress og klár kona. Við buðum svo allri fjölskyldunni í mat í íbúðina okkar (ég birti myndir af henni seinna) en það voru um 10 manns í íbúðinni! Ég eldaði lambið með sykurbrúnuðum kartöflum, kúrbít og salati en Jeff eldaði hamborgara (surprise surprise) og pulsur fyrir þá sem borða ekki lamb. Við erum að berða voða sjóuð í matarboðum en það virðist vera sem við erum búin að halda matarboð nánast aðra hverja helgi undanfarið!
Við vissum fyrir að við vorum nördar....við ákváðum að stíga lokaskrefið í nördaskap og fundum okkur hóp af fullorðnu fólki til að spila með okkur D&D eða Dungeons and dragons (Drekar og dýflissur). Þetta er hlutverkaleikur þar sem þú velur þér karakter til að spila og leikur hann bæði í sál og anda! Þetta er rosalega skemmtilegt, þetta er auðvitað ég og 5 eða 6 aðrir strákar hehe allir sem betur fer um þrítugt, menn með konur og börn. Við hittumst annan hvern laugardag klukkan 18 og spilum frameftir kvöldi.
Að öðru leiti höfum við það mjög gott, við tókum 2 skref afturá bak við að Jeff missti vinnuna, en ég held þetta sé allt til hins betra þegar allt kemur til alls.
Kveðja úr Ameríkunni þar sem það er enn 25 stiga hiti og sól!
Fimmtudagur, 13. september 2007
Mullets
Denver er þekktur fyrir að hafa "Rednecks" eða "Sveitadurga" þetta er vanalega fólk sem hefur ekki vaxið upp úr 80's tískunni, býr í hjólhýsum og drekkur bjór við mjög óviðeigandi tækifæri eins og í jarðaför :)
Ég þurfti að afgreiða einn slíkan í vinnunni í gær. Þetta var sennilega erfiðasta stundin í lífi mínu þar sem ég þurfti að taka verulega á honum stóra mínum til að veltast ekki um gólfið af hlátri. Hann var með gult aflitað hár í allt of þröngum og stuttum stuttbuxum, og yfirvaraskegg....Hann leit svipað út og þessi á myndinni nema 20 árum eldri og 50 kg þyngri :)
Amma Jeffs er í heimsókn þessa vikuna svo við erum frekar upptekin með að eyða tíma með henni, en hún býr í Flórida. Svo ég verð ekki mikið á msn þessa vikuna.
Mánudagur, 3. september 2007
Hugleiðing um hár
Nú er að koma að því að ég ætla í klippingu aftur en eftir ég veit ekki hvað mörg ár af rauðum háralit er ég komin leið á honum. Ég hinsvegar get ekki ákveðið mig hvað ég á að gera næst, svo ég sný mér til ykkar, kjósið í skoðanakönnuninni og komið með ykkar skoðun á hvað ég á að gera!
Á sama tíma vil ég hvetja alla til að færa sig yfir á moggabloggið svo ég geti nýtt mér bloggvini!! Hingað til er Frikki frekar einmana sem bloggvinur minn...þar fyrir utan er þetta kúlasta og bestasta bloggið sem ég hef hingað til hitt á!! :)
Laugardagur, 1. september 2007
Enn og aftur
Dyggir lesendur muna kannski að snemma á árinu þá var útvarpinu okkar stolið úr bílnum okkar. Á miðvikudagsnóttina var aftur brotist inn í bílinn okkar, en einhver snillingurinn hafði kýlt í gegnum rúðuna hehe. Þegar þjófurinn klári svo komst inn í bílinn kemst hann að því að það er ekkert útvarp til að stela!! Við hinsvegar sitjum svo uppi með reikninginn að kaupa aðra rúðu! Það virðist lítið þýða að skilja bílinn eftir ólæstann þar sem þjófarnir skilja ekki svoleiðis vitleysisgang og brjóta rúðuna bara samt. Rúðan kostar sennilega meira en bíllinn!! Frídagurinn minn fór því í að skipta um rúðu og hinn frídagurinn í að þrífa og versla en við erum að fá gesti útanaf landi á sunnudag og mánudag, en mánudagurinn næsti er frídagur!!
Vinnan er alltaf jafn bissí, við erum enn undirmönnuð af allavega tveimur starfsmönnum á skrifstofunni og 3 af útimönnunum. Allavega eru dagarnir fljótir að líða! Ég er enn að bíða eftir haustinu en það er ennþá vel heitt hérna á daginn.
Eins og ég sagði áður þá erum við að fá matargesti í Hádegis/eftirmiðdagsmat á mánudaginn, en á matseðlinum er grillaður kaboob steik á priki með allskonar grænmeti og mjög gott melónusalat með jarðaberjum í eftirrétt ég er svo að spá að þeyta rjóma bræða súkkulaði í rjómann og hafa ís með.
úff núna varð ég svöng. Við heyrumst seinna!
Mánudagur, 27. ágúst 2007
Fréttir úr Ameríkunni
Og þó, eiginlega er ekkert af okkur að frétta, við skelltum okkur í bíó um helgina á Superbad, ég var ekkert sérlega hrifin það voru nokkrir góðir brandarar það var allt of sumt. Að öðru leiti þá er ég bara á fullu að vinna, sofa og borða. Næstu helgi fáum við svo gesti utan af landi og verður þá eldað alíslenskt lambalæri!! Auðvitað verð ég líka með hamborgara og pulsur (nema mér detti eitthvað annað í hug) þar sem sumir Ameríkanar finnast lömb óhugnaleg tilhugsun að borða. Kú er annað mál! Ef eitthvað er, þá þyrfti að senda þá á bóndabæ á Íslandi og elta nokkrar kindur sem hafa komist utan við girðinguna og eitt er víst að eftir 5 mínútur þá skipta þau um skoðun!!
Hér er allt við það sama, hitinn er sem betur fer farinn úr 40°C yfir heitasta tímann niður í 35°C :) Ég er nánast farin að sakna kuldans en það getur dottið niður í 20°C frost á veturna! En þar sem ég er farin að babla um veðrið þá læt ég þetta duga í bili!!
Kveðja úr landi tækifæranna!
Mánudagur, 13. ágúst 2007
Bestasti eiginmadur i heimi!
Eg sit herna i nyju tolvunni minni (sem utskyrir enga islenska stafi sem stendur) sem beid min thegar eg kom heim ur vinnunni!! Kallinn hafdi farid ad versla og eg var buin ad vaela yfir fartolvunni minni i sma tima svo hann keypti nyja tolvu handa mer og er i midjum klidum ad setja hana upp! Ekkert sma skemmtileg gjof ad koma heim til. I naestu viku fae eg svo flatskja. Fyrir ahugasama tha er thetta innihald i tolvunni minni (mer er sagt ad hun se mjog god)
- AMD Athlon 64 X2 Dual Core Processor 3800+ for true multitasking 2,00 GHz
- 512 KB+512KB L2 cache, 2000 MHz System Bus(a)
- 1024MB PC2-4200 DDR2 SDRAM memory(b)
- 300 GB 7200 RPM Serial ATA hard drive (c)
- SuperMulti DVD Burner with LightScribe Technology (d)
- NVIDIA GeForce 6150 LE Graphics
Osfrv... Ekki bidja mig um ad thyda thetta a mannamal thar sem eg veit ekki hvad helmingurinn af thessu thydir!
Seinasta fostudag for eg svo loksins i alvoru klippingu og litun, for a alvoru stofu, en herna er fullt af svona odyrum klippistofum og thegar madur labbar inn tha er eins og madur hafi dottid i gegnum timahlid til 8 aratugarins!! Lelegt permanett og vaengir er ekki thad sem thu vilt sja a klippidomunni thinni! Allavega eg for a alvoru stofu og stelpan klippti mig og litadi og stod sig bara vel svo eg fer alveg orugglega aftur thangad, sidan thegar eg kem heim tha litur Jeff a mig mjog vandraedalegur a svip (en hann var med toman svip eins og hann faer thegar eg spyr hann hvernig husgogn honum finnst flott) og segir "harid thitt er dekkra en venjulega". Grybban eg audvitad hundskamma hann fyrir ad lofsama ekki fegurd mina eins og saemir og segi i djoki ad hann sofi pottthett a sofanum i kvold! Jeff greyid fer svo i vinnuna kl 16 en hann var a kvoldvakt og kemur heim um midnaettid med rosa fallegan blomavond eins og hundur med skottid a milli lappanna en honum hafdi tha lidid illa yfir ad hafa ekki sagt neitt gott um harid mitt heheh. Hann er svo saetur stundum og eg tala ekki um gott merki ad honum er ad fara fram i eiginmannsuppoluninni!!
Jaeja eg heyri i ykkur seinna thegar tolvan er full sett upp!!
Kvedja fra tolvufamiliunni i USA!
Fimmtudagur, 9. ágúst 2007
Kominn Tími á Færslu
Jæja ég held það sé kominn tími á færslu. Ég er búin að vera frekar upptekin undanfarið aðallega frá vinnunni. Við erum að vinna að smá söluátaki og ég er að búa til kynningarefni fyrir okkur. Ég kynni það hérna seinna þegar það er tilbúið. Að öðru leiti gengur lífið hérna sinn vanagang.
Ég lofaði annars ferðasögu þegar pabbi var hérna. Við fórum vítt og breitt um stað sem heitir Colorado Springs sem er rétt við fjallgarðinn á the Rocky Mountains. Þar fórum við í Garden of the Gods sem skartar gífulegri náttúrufegurð með svokölluðum Red Rocks. Eftir það var ferðinni heitið upp að Seven Falls sem er mjög hár foss en með litlu vatni í. Þar sáum við indjánadans og fórum upp á topp að fossinum. Það var mjög heitt þennan dag eða um 37 stiga hiti svo það er kraftaverk við náðum að gera eitthvað! Við enduðum þann dag svo á því að fara í dýragarð sem virðist sérhæfa sig í gíröfum, en þeir voru með stóran gírafagarð þar sem maður gat gefið þeim að borða ásamt fleiri dýrum frá Afríku, mjög skemmtilegur garður.
Seinni ferðin til Colorado Springs þá skoðuðum við gamlan Indjánabæ. Það var rosalega flott þar en byggingin var byggð inn í bergið þannig það voru herbergi og gangar svotil inn í fjallinu. Eftir það fórum við upp á Pikes Peak sem er rosalega hátt uppi, eða í yfir 4000 metra hæð. Það tók okkur 3 tíma að keyra upp með stoppum auðvitað en þegar við komust á toppinn vorum við inn í skýji og það var skítakuldi, svo við fórum úr 35 stiga hita niður í 10 stiga hita eða svo. Einnig fundum við vel fyrir hæðinni enda ansi hátt uppi :)
Restinni af ferðinni hans pabba eyddum við í ljósmyndabúðum og að borða góðan mat :)
Hvort við komum heim um jólin kemur vonandi í ljós í sept eða okt, en það veltur allt á því hvort ég fái frí úr vinnunni eða ekki. Eins og staðan er núna dettur mér ekki til hugar að biðja um frí um jólin þar sem við erum undirmönnuð á öllum köntum og brjálað að gera hjá öllum, ég ætla frekar að bíða þangað til hlutirnir fara að róast. En yfirmaður minn er mjög fín svo ég held að þetta verði ekkert mál, enda er ég farin að hlakka rosalega til að koma heim. Það eru nánast allar vinkonurnar búnar að eignast barn, sumar (Lella) verða meira að segja búnar að eignast tvö!! Mamma búin að kaupa sér hús og ég veit ekki hvað og hvað!! Það verður spennó!!
Annars auglýsi ég hér og nú eftir einhverjum í "skiptiprógram" ég kaupi handa þeim hér og sendi til Ísland og þau kaupa handa mér á móti á Íslandi og senda mér hingað!!
P.s. Lella, e-mailaðu mér nýja heimilisfanginu þínu!!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)