Er á lífi!

Jæja gott fólk, ég vildi bara láta ykkur vita að ég er enn á lífi! Ég hef ekki haft tíma til að setja inn færslu undanfarið. Ég kem með myndir og almennilega ferðasögu seinna en við pabbi fórum út um allt í Colorado Springs en þar er gífurleg náttúrufegurð! Við erum búin að borða góðan mat og eiga góðan tíma saman. Kallinn hóf ferðalagið til Íslands í morgun en núna ætti hann að vera í loftinu á leiðinni til Boston þar sem hann gistir eina nótt, en Boston er mjög skemmtileg borg til að heimsækja :) Allavega ég þarf að sækja Jeff í vinnuna, svo ég kem með almennilega færslu seinna!

Fyrstu dagarnir

gandalfÞá er pabbi búinn að vera hérna í nokkra daga, en hann greyið lennti í miklum seinkunum bæði í Boston og Atlanta svo ferðalagið hans lengdist um 3 klst. Hann vaknaði samt snemma morguninn eftir tilbúinn að fara að snattast með mér hehe. Við fórum með hann í búðaklasa sem er búin að framkvæma miðbæjarstemmingu en það er mjög fallegt að labba þar um og rölta á milli búða. Þá bauð ég kallinum í hádegismat á asískan veitingarstað sem er með einstaklega góðan mat. Síðan var auðvitað ferðinni heitið í myndavélabúð þar sem hann keypti sér allskonar dót þar á meðal linsu fyrir mig en hann gaf mér gömlu myndavélina sína ásamt tveimur linsum!! (ég er ekkert smá dekruð). Daginn eftir þá ákvað ég að kenna honum aðeins á strætókerfið en við tókum strætó niður í miðbæ Denver sem gekk mjög vel, þar var auðvitað aftur farið í hádegismat í brugghúsi sem er veitingarstaður sem sérhæfir sig í að brugga sinn eigin bjór. Niðrí miðbæ hittum við svo Gandalf galdrakarl sem greinilega reykir....ekki vissi ég það! Í kvöld buðum við honum svo á alvöru steikhús, þar er hver skammtur nógur fyrir þrjá manns svo ég var orðin svo södd að ég gat ekki einusinni smakkað einn bita af rosalega girnilegri súkkulaðiköku!! Aldrei hélt ég að ég myndi upplifa þann dag að ég kæmi ekki súkkulaðiköku og ís niður :( En allt í allt þá er heimsóknin hans búin að vera mjög góð hérna og jahh....nóg af mat!

Pabbi í heimsókn

Þá er pabbi í loftinu á leið til Boston en karlgreyið á langt ferðalag fyrir höndum. Hann lagði af stað kl 4.30 að morgni mínum tíma og kemur ekki fyrr en kl 21.30 í kvöld. Hann þarf að fljúga frá Íslandi til Boston, Boston til Atlanta og Atlanta til Denver, en á sama tíma þá sparaði það honum allavega 35 þús við að fara í gegnum Boston í staðinn fyrir Minneapolis.

Ég er annars að borða morgunmat, er á leiðinni í vinnuna, morgunmaturinn samanstendur af morgunkorni sem eru litlar smákökur í mjólk hehe mjög gott! Vinnan gengur mjög vel í gær átti ég þrjár leigur sem samanstendur af 225 dollurum fyrir utan tímakaupið, ég get verið ánægð með það. Vonandi verður dagurinn í dag jafngóður. Við fengum tvo af þremur yfirmönnum sem við erum búin að bíða eftir núna í 2 mánuði sem er bara frábært, þær virka mjög vel á mig en það þýðir líka að ég get núna einbeitt mér að því að vinna mína vinnu.

Allavega morgunmaturinn búinn og ég þarf að koma mér!

Heyrumst! 


Kvikmyndaveitingahús

Í gær eftir vinnu fórum við á svokallað kvikmyndaveitingahús, eða kvikmyndakrá. Þetta er brilliant hugmynd þar sem þú ferð í bíó en á meðan þú ert að bíða eftir myndinni geturu farið á barinn en þar buðu þeir upp á eitt stærsta bjórglas sem ég hef séð, svo auðvitað fengu Jeff og Bo sér það á meðan við stúlkurnar (ég og Nicki) vorum hógværari og fengum okkur kokteil. Síðan var okkur vísað inn í bíósal og þá var tekin pöntun fyrir matinn. Þjónustan var frekar upp og ofan krakkarnir sem voru að þjónusta okkur áttu það til að koma með ranga pöntun, koma til okkar tvisvar til þrisvar með ranga drykki o.s.frv en þegar við fengum svo matinn okkar þá var þetta frábært. Við sátum í þæginlegum stól fyrir framan borð að jappla á góðum mat og horfa á Transformers sem er bara ansi góð þótt ég hafi aldrei séð þættina svo ég muni eftir!!  Svo mjög skemmtilegt kvöld, svipað og fara út að borða og svo í bíó nema tekur ekki eins mikinn tíma og kostar svipað.

Að öðru leiti erum við bara að koma okkur fyrir í rólegheitum en okkur er farið að líða nokkuð vel hérna, bæði ég og Jeff erum farin að sofa lengur og betur í nýja rúminu en kallinn steinsefur á meðan ég skrifa þetta með köttinn sér við hlið hehe. Vinnan gengur vel og ég er líka mjög ánægð þar, áhugavert og kerfjandi starf með góðu og skemmtilegu starfsfólki.

Pabbi er svo að koma eftir viku, eða á miðvikudaginn svo ég þarf að koma gestaherberginu í stand, en sem stendur erum við enn að ákveða hvort við viljum halda rúminu sem við erum með eða fá okkur box undir dýnuna í staðinn til að spara pláss. Svo auðvitað þegar hann kemur þá kemur hann færandi hendi með gömlu myndavélina sem hann ætlar að arfleiða mig af svo það verður tekið nóg af myndum og farið út um alla Denver og úthverfi til að finna myndefni :)

Þannig allt í allt þá er allt gott að frétta héðan úr Ameríkunni, veðrið er alltaf við það sama, sól og heitt. Ég kveð ykkur í bili! 


Bý í kassalandi

Við fluttum síðasta dótið hingað á laugardaginn og þrifum okkur út úr gömlu íbúðinni þá. Síðan á sunnudaginn tókum við pásu og í dag erum við bæði í fríi og ég í fríi á fimmtudag og föstudag svo það verður heldur betur tekið á því að taka upp úr kössum og koma okkur fyrir :) Þegar það er búið tek ég nokkrar myndir og sýni ykkur. 

Á mánudag fór ég svo og keypti myndavél handa pabba, svo planið fyrir utan að taka upp úr kössum er að fara út og prufa myndavélina voða spennó :)

Að öðru leyti þá gengur lífið bara sinn vanagang hjá okkur, við borðum sofum og vinnum mesta spennan í dag fyrir utan að fá pabba í heimsókn eftir rúma viku er að Harry Potter bókin er að koma út og ég pantaði hana sérstaklega svo ég þurfi ekki að lenda endalaust í því að hún sé uppseld þegar hún kemur út :D Maður verður að vera vel inn í hvernig hún endar og hver deyr!!


Næstum því flutt!

Jæja þá erum við næstum því flutt, við erum orðin nettengd á nýja staðnum svo það er allt í gúddí svotil en við eigum ennþá eftir daginn í dag og á morgunn til að flytja draslið okkar hingað. Við eigum bara lítinn bíl sem ekki mikið kemst inn í en samt höfum við náð að flytja megnið af dótinu okkar í honum. Annars er allt að smella saman við fengum nýja rúmið okkar í gær sem þýddi það auðvitað að við sváfum út í morgun þar sem það var gjörsamlega ómögulegt að vakna, svo þægjó að liggja bara í rúminu allan morguninn (en daman er vanalega vöknuð fyrir kl 8 á morgnana núna). Svo við byrjuðum ekki á neinu fyrr en kl 10 í morgun. Nýja íbúðin er frábær, ekkert nema pláss, ég get fundið stað fyrir allt draslið sem ég hef sankað að mér og meira til í staðinn fyrir á gamla staðnum þá þurfti ég að nota t.d. ofan á ískápnum sem geymslu sem auðvitað datt á hausinn á manni af og til hehe en við erum allavega mjög happy sem er. Það sem er því á næstunni er að halda upp á að vera komin með græna kortið loksins, innflutningsparty og taka á móti pabba sem er að koma í heimsókn í tvær vikur!! Þannig það er stuð í ameríkunni!

Netleysi

Næstu daga verð ég netlaus þar sem við verðum aftengd hér á morgunn, síðan tekur nokkra daga að tengja á nýja staðnum. Við erum byrjuð að flytja allskonar dót þangað meðal annars dýnuna okkar, svo það verður sofið á sófanum í kvöld og svo sofum við á nýja staðnum á morgunn. Við hefðum flutt meira í kvöld ef það væri ekki stormur aðvaðandi svo við ákváðum að segja það gott í bili. Íbúðin er ekkert smá næs, stór og rúmgóð!! Svo á fimmtudaginn fáum við nýja rúmið sem er frábært og ég get ekki beðið eftir að fá loksins almennilegt rúm með eðal dýnu, þá kannski hætti ég að vakna upp eins og gömul geit en það tekur mig liggur við hálftíma að rétta úr mér á morgnana hehe!

En þangað til næst!! 


LOKSINS!!

Loksins eftir eitt og hálft ár af endalausri bið og þolinmæði er ég komin með græna kortið hérna í Bandaríkjunum!!! Og nei kortið er ekki grænt hehe, einnig fékk ég lítinn bækling með sem heitir Velkomin til Bandaríkjanna!! Nú þarf ég bara að vinna í að fá mér ferðavísa og þá er nokkuð ljóst að ég komi heim um jólin jibbí!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Í öðrum fréttum þá er daman bara á fullu að pakka, það fyrsta sem ég pakkaði voru pottarnir og pönnurnar svo ég þurfi ekki að elda neitt heheh, næsta var helmingurinn af diskunum en við eigum pappadiska sem við getum borðað af svo eldhúsið er nánast farið. Í morgun þegar ég var að hafa mig til í vinnuna þá beygði ég mig niður til að taka upp veskið mitt og klikk...eitthvað small í bakinu og nú geng ég um eins og gömul kelling (no offense mamma LoL). Ég læt það nú ekki á mig fá, ét nokkrar verkjapillur og hala nokkrum kössum á nýja staðinn!! Jeff kemur svo heim á morgunn en á þriðjudaginn leggst stærsti hluti flutningsins á hann greyið svo ég ætla að reyna að flytja sem mest ég get núna.

En allavega VÚHÚÚÚ LOKSINS KOMIN MEÐ GRÆNA KORTIÐ!!! 


Grasekkja

Sem stendur er ég orðin grasekkja framá sunnudag. Ég sendi Jeff til Flórida í 10 ára brúðkaupsafmælisveislu vinar síns en allir gömlu vinir hans verða þarna. Ef einhver skilur hvernig það er að sakna vina sinna þá er það ég, svo ég sendi kallinn suður um helgina. Á meðan er gamlan heima að pakka og undirbúa flutninginn. Það verður nokkuð erfitt að samræma flutninginn hjá okkur en ég vinn frá 9-18 á hverjum degi, Jeff vinnur frá 5 - 13, nema þessa viku þá frá og með miðvikudag til föstudags vinnur hann frá 14 - 20, en við höfðum hugsað okkur að flytja mest á fimmtudeginum þar sem ég er í fríi þann dag. Þannig við ákváðum að reyna að flytja á þriðjudeginum, Jeff byrjar eftir vinnu og ég kem inn í myndina eftir kl 18.00. Úfff hvað ég verð fegin þegar þessi vika er búin. 

Vika í flutninga

Það er um vika í flutninga hjá okkur en við fáum lyklana næsta laugardag. Jeff verður í Flórida þá svo ég byrja á því að flytja smádót um helgina og svo kemur hann inn í myndina vikunni eftir, en við þurfum ekki að vera komin út hérna fyrr en 30. júní. Við fengum líka að vita í dag hversu mikið við þyrftum að borga í innflutningskostnað en við bjuggumst við um 1000 dollurum, nei nei við þurfum að borga heilar 163 dollara!!! Svo daman ætlar sér að fara að versla í fríinu á fimmtudag og föstudag!! Á listanum eru nýjar buxur, léttir toppar fyrir vinnuna þar sem það er orðið allt of heitt, og skór!!

Þegar Jeff kom að sækja mig í vinnuna í dag, þá tilkynnti hann mér að okkur væri boðið í afmæli til mömmu hans en hann steingleymdi að hún ætti afmæli í dag hehe, svo það var hlaupið út í búð og keyptur blómavöndur og gjafakort hehe. Veislan heppnaðist mjög vel fyrir utan að við vorum bæði dauðþreytt enda orðin svo gömul að við erum vanalega komin upp í rúm og farin að hrjóta um 10 leytið á kvöldin!!

Talandi um það kl er 22.30 langt framyfir minn svefntíma svo ég kveð í bili!!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband