Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Fimmtudagur, 22. maí 2008
Stutt og laggott
Færslan í dag verður stutt, ég er í langþráðu hádegishléi í vinnunni í dag, en hingað til hef ég ekki getað tekið hádegishlé vegna anna. Partýið gekk vonum framar, ég hugsa að allt í allt hafi komið á milli 150-200 manns yfir daginn. Við opnuðum sundlaugarnar fyrir sumarið, grilluðum pulsur, tvö pizzafyrirtæki komu og gáfu pizzur, samlokur og fleira góðgæti. Við vorum með hoppikastala fyrir börnin, DJ og lifandi tónlist, funk band sem rokkaði í gegn! Við erum að spá að fá þá til að koma aftur og þá að kvöldi til með tónleika. Þannig allir voru mjög ánægðir og ég skoraði mörg stig hjá yfirmönnunum fyrir vel planað party! Vúhú!
Jeff er ennþá að læra undir prófið fyrir vinnuna sem ég er búin að ákveða að hann fær, en hann keypti sér nokkrar bækur í viðbót sem eru ekki eins útdeitaðar. Vonandi er hann orðinn nógu öruggur með sig til að geta tekið prófið í næstu viku. Ég bara nenni ekki að bíða lengur með að fara og versla hehe!
Sumarið er komið hérna í Denver, hitinn er vanalega á milli 20°C og 30°C sól, nema það er frekar hvasst í dag, en ég var að lesa að það væri fellibylur í norður Colorado, ætli við séum ekki að fá smá vindhviður frá honum. Annars bið ég bara að heilsa á klakann í bili!!
Miðvikudagur, 14. maí 2008
Ólétt!
Nei ekki ég jójóin ykkar, Nicki tengdasystir. Þau tilkynntu okkur um daginn að hún væri komin 3 mánuði á leið en þetta eru þau sem reyndu að ættleiða seinasta sumar þar sem þeim hefur gengið illa að eignast sitt eigið barn. Vonandi gengur allt eftir götunum hjá þeim en þeirra vandamál er að hún getur orðið ólétt en heldur ekki fóstrinu.
Það sem er að öðru að frétta er að Jeff fékk vísbendingu um góða vinnu, en það er hjá hátækni símafyrirtæki, og til að komast inn þá þarf hann að taka próf og ná því til að vera tekinn til tilhugunnar. Hann er því á fullu að lesa undir próf og vonandi fær hann að taka það bráðlega.
Ég er að skipuleggja stórt partý í vinnunni, svokallað opið hús. Við verðum með hljómsveit, fullt af veitingastöðum koma og gefa mat og að sjálfögðu opna sundlaugarnar fyrir sumarið! Ég bjó til tvö stór skilti fyrir partyið ásamt auglýsingu í okkar útgáfu af mogganum o.fl. svo ég er voða spennt.
Bíllinn okkar er frábær, það er æðislegt að vera á alvöru bíl, sparneitinn hefur kraft á hraðbrautinni, mjög gott að keyra hann, ég meina, Chrysler en ekki hvað! :) Hundarnir hafa það gott og Líf er bara hress. Sumarið er vonandi að koma bráðum en það er búið að vera leiðindarveður undanfarið. Við fengum snjó í byrjun Maí og síðustu daga hefur verið hálf kalt og rigning.....íslenskt veður nema bara hlýrra hehe!
Kveðja úr Ameríkunni!
Mánudagur, 5. maí 2008
Nýr Kaggi
Miðvikudagur, 30. apríl 2008
Kveðja
Mín elskulega frænka dó í gærkvöld í faðmi fjölskyldunnar sinnar. Hún greindist með krabbamein á 3 stöðum fyrir um 2 mánðuðum síðan og læknarnir sögðu við hana að það væri ólæknandi. Hún tók þátt í rannsóknarmeðferð en líklegast dó hún vegna flækju frá lyfjunum. Vonandi náði hún að hjálpa tilvonandi krabbameinsjúklingum með þátttöku hennar í þessari meðferð.
Vilborg hefur verið viðloðin við mitt líf síðan ég var lítil, en ég man þegar ég var 4 eða 5 ára að fara til Bólguvík (Bolungavík) í heimsókn til Vilborgu frænku. Seinna átti hún hárgreiðslustofu niður í bæ, og alltaf þegar ég fór í heimsókn til hennar skemmti ég mér alltaf vel, en hún var alltaf viðbúin til að setjast niður og spjalla um lífsins heima og geima.
Elsku frænka, ég veit þér líður betur núna og þú vakir yfir okkur og fjölskyldu þinni.
Innilega samúðarkveðjur til Pöllu töntu, Kidda, Finnboga og ástvina!
Föstudagur, 25. apríl 2008
R.I.P
Bíllinn okkar dó í gær. Ég var á leiðinni til Castle Rock og á hraðbrautinni þá sé ég að það er reykur úr vélinni og ég missti afl. Ég var svo heppin að vera hægra megin svo ég keyrði útaf á sértilgerða braut fyrir bíla eins og minn sem bila og náði að stoppa þar. Það var það síðasta sem Trackerinn minn keyrði. Hann var úrskurðaður látinn stuttu seinna af bifvélavirkja.
Við erum því að leita að nýjum bíl, sem er eiginlega fúlt því við og sérstaklega ég vil ekki borga af bíl mánaðarlega. Það er hinsvegar gott að geta átt almennilegan bíl sem maður getur keyrt eitthvert og hefur kraft til að hafa við á hraðbrautinni. Ég fór því í dag eftir vinnu að skoða bíla og við erum búin að takmarka okkur við tvær bílasölur sem við viljum skoða. Það var svo hringt í mig í dag frá bílasalanum og hann bauð mér Chevy Malibu 2005 model keyrður 69 mílur (reiknið sjálf ef þið nennið) fyrir $7991 dollara. Á morgunn förum við svo og ætlum að prufukeyra og setja meira í stein hvað við viljum gera. Ég læt ykkur vita þegar við erum komin á almennilegan bíl.
Kveðja frá ólukkunni!
Þriðjudagur, 22. apríl 2008
Eyðslukló
Við hjónakornin vorum orðin leið á að eyða aldrei neinu í okkur, vanalega þá eyddum við peningunum okkar í aðra ef eitthvað er, svo við ákváðum að gefa okkur báðum ákveðna upphæð sem við gætum keypt eitthvað skemmtilegt fyrir okkur. Jeff eyddi sínum pening í D&D dóterí, ég í föt og skó hehe en ekki hvað! Svo núna er daman rosalega sæt í nýjum buxum, skyrtu og skóm fyrir vinnuna. Hérna er svokallaður fatakóði, ég verð að klæða mig eftir reglum fyrirtækisins. Sumar reglurnar skil ég mjög vel, á vinnustaðnum mínum þá fer maður ekki að mæta í vinnuna í gallabuxum og bol, en svo eru allskonar reglur eins og ég má ekki vera í skóm sem sýna tærnar, hárið má ekki vera með teygju o.s.frv hehe. Svo í tilefni 21 ára afmælis frúarinnar á bænum var farið í klippingu þar að auki!
Á laugardaginn vorum við með nokkra vini í heimsókn og það var spilað frameftir nóttu (fram að miðnætti, við nennum ekki að vaka lengur, of gömul!), og daginn eftir fórum við út að borða. Jeff að sjálfsögðu hélt uppi gömlum hætti og gaf mér pottaplöntu í afmælisgjöf, en honum finnst voða fyndið að ég get ekki haldið þeim lifandi, hann gaf mér líka bók og dóterí fyrir D&D leikinn okkar. Svo lagði yfirmaður minn sér leið í vinnuna á laugardag og gaf mér afmælisgjöf líka þannig mér leið eins og prinsessu á err 21sta afmælisdeginum mínum!
Annars er ég voða bissí þessa dagana, ég er ennþá að vinna upp í Castle Rock sem er smá bær í um hálftíma fjarlægð frá Denver, en ég verð þar þangað til þeir ráða nýjan starfsmann. Þeir vildu ráða mig þangað, buðu mér fría íbúð, aðstoðar manager og hvaðeina en ég vildi ekki fara þaðan sem ég er núna. Frí íbúð er rosa fínt, en á sama tíma þá myndum við missa allt félagslíf sem við eigum, og sama hvað yfirmaður minn reyndi að sannfæra mig um að þetta væri stöðuhækkun þá eru svo fáar íbúðir þar til samanburðar við hvað við höfum hérna að í raun væri ég að fara afturábak. Svo ég ákvað að vera þar sem ég er.
Annars er voða lítið að gerast í okkar heimi. Það er farið að hlýna hérna svo við erum að sjá á milli 20-25 stiga hita, nema auðvitað þegar ég fer upp í Castle Rock þá snjóar! Bregst ekki!
Mánudagur, 14. apríl 2008
Bissí Bissí
Daman er búin að vera allt of bissí undanfarið. Í vinnunni þá hef ég verið upp í Castle Rock sem er bær í hálftíma bæ frá Denver þar sem allir voru reknir þaðan!! Svo ég hef verið að reyna að koma mér í gegnum óregluna þar og koma reglu á. Undanfarna daga áður var veðrið hérna æðislegt, sól og blíða. Þegar ég fór upp til Castle Rock þá kom snjóstormur og vesen! Gaman Gaman. En allavega þessa viku verð ég vonandi á mínum vinnustað svo ég geti haldið áfram að vinna að markaðsáætluninni sem ég er að vinna að. Ég er auðvitað að fíla mig í tætlur í nýja starfinu.
Það sem er annað í fréttum er að við ákváðum að flytja okkur um íbúð, við ætlum að flytja í aðra íbúð sem er í næstu blokk við, svo við getum bara labbað yfir með dótið okkar. Ástæðan er að sú íbúð er með nýja eldavél, uppþvottavél og ofn, og þessi íbúð er komin með mold í einu baðherberginu okkar. Leiguíbúðir hérna í USA eru fjöldaframleiddar og eru því engin hágæði sett í þær, svo þegar ég er að reyna að þvo af moldina á veggjunum í baðherberginu þá fer málningin með hehe. Skemmtilegt svo ég og Jeff hugsuðum okkur um hvort við nenntum að flytja aftur og komust svo að samkomulagi að hann gerir mestan flutninginn en ég flyt allar þjónusturnar okkar á milli heimilisfanga! (Jeffs hugmynd). Ég var ekki lengi að samþykkja það! Auðvitað reyni ég svo að prútta út úr yfirmanni mínum allt nýtt inn í íbúðina okkar!!
Að öðru leiti höfum við það gott, í dag er 20 stiga hiti, sól og heiðskýrt svo við ætlum að reyna að fara út með hundana og njóta veðursins. Ég þarf svo bráðum að skipuleggja sundlaugapartý, en sundlaugin verður sennilega opnuð í Maí! Við erum að spá að hafa Hawaii þema! Hver vill koma í heimsókn!!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 29. mars 2008
Stöðuhækkun
Fimmtudagur, 20. mars 2008
Viðbót við litlu fjölskylduna
Núna erum við tæknilega orðin 5 manna fjölskylda, tveir hundar, einn köttur og ég og Jeff hehe. Systir Jeffs sú óábyrga átti tvo litla hvolpa, bróðir Kessliks og frænda hans, þegar þau misstu húsið sitt og þurftu að flytja í kjallarann hjá mömmu Jeffs þá var ljóst að þau urðu að gefa annan hvolpinn þar sem mamma Jeffs á tvo stóra hunda fyrir. Að sjálfsögðu var allskonar drama í kringum þetta sem ég nenni ekki að fara út í, en í stuttu máli þá samþykktum við Jeff að taka hvolpinn, en auðvitað hluti af dramanu var að við samþykktum ekki strax að taka hann þar sem við auðvitað þurftum að hugsa um hvort við gætum tekið hann en á endanum þá hringdi hún í okkur á mánudagskvöldið og bað okkur að koma og ná í hann þar sem hún varð að gefa hann upp þá og þar! Við sögðum bara OK og fórum og náðum í litla hvolpinn sem við nefndum Buliwyf (ef þið hafið séð 13th warrior fattið þið nafngiftina).
Það er ýmisleg vinna sem við eigum að höndum, sem stendur er Kesslik búinn að læra hvar hann á að pissa ásamt því að hann kann allavega 4-5 brögð, ég tala ekki um að hann fer í göngutúr reglulega en Bulifyw kann ekkert af þessu þrátt fyrir að vera 5 mánaða, en hans líf hefur verið mest í hundabúri. Þau notuðu það ekki sem þjálfunartæki heldur til að fá frið. Það þýðir að hann hefur lært að pissa og kúka þar sem hann sefur, sem er alls ekki gott og svo var hann frekar vel í holdum. Við breytum því fljótt. Hann er strax búinn að fara í göngutúr en hann er ekkert rosalega góður í beisli, en eins og ég segi við eigum smá verkefni að höndum og hann kemur til með að læra. Þeim Kesslik semur rosalega vel og eru strax góðir vinir, fyrsta nóttin fór í stanslausan leik svo næstu nótt sem betur fer voru þeir uppgefnir og sváfu meira, núna þá eru þeir meira komnir í rútínu, sofa á nóttinni og leika á daginn :)
En allavega, að öðru leiti er lítið að frétta, allt við það sama bara :)
Kveðja frá stórfjölskyldunni í Denver!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 7. mars 2008
Vefsíða!
Þá er vefsíðan mín komin í loftið, endilega kíkið á hana og látið mig vita hvað ykkur finnst!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 06:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)