Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Biblíu Lesefni

Ég er búin að leita að Biblíu Lesefni fyrir mig og tengdafjölskylduna en við stelpurnar höfum oft hist og haft Biblíu Leshóp saman. Ég hef ekki fundið neitt spennandi hingað til, en við erum frekar lengra komnar og viljum fá meira fræðilegt en byrjendaefni. T.d. hvernig gamla testamentið tengist nýja testamentinu, spár og fyrirsjónir sem koma fram í nýja úr því gamla. Þýðingar á bakvið nöfn og þ.h. við viljum s.s. grafa aðeins dýpra :)

Ef einhver veit um góða bók, helst á ensku, ef á íslensku er það í lagi, þá endilega látið mig vita!! 


Studio Vala

logoÞá er nýja vefsíðan mín komin í loftið!!! Jibbíííí. Reyndar er hún ekki fullunnin, en ég kem til með að klára hana á næstu dögum/vikum Wink

 

Svo til að fá meiri traffík, þá endilega setjið link á bloggið ykkar á síðuna mína  

Hvernig lýst ykkur annars á logo-ið mitt.


Fyrirbæn

Ég var að frétta af því að uppáhalds frænka mín var að greinast með krabbamein í lungum, hálsi og brjósti. Mig langar að biðja ykkur að biðja fyrir henni og fjölskyldu hennar en hún þarf á öllum þeim styrk að halda til að takast á við verkefnið sem býður hennar!

Að öðru þá gekk viðtalið vel hjá Jeff, og nú er bara að bíða eftir að þeir klári fyrstu runu af viðtölunum og sjá hvort það komi eitthvað út úr þessu.


Góðar Fréttir

kesslikcuteÉg ákvað að skella inn mynd af krútthvolpinum mínum og kisunni minni horfandi niður á hvolpinn sem vill æstur leika við Líf!

Annars er ég með góðar fréttir, Jeff er að fara í atvinnuviðtal á Mánudag! Vonandi gengur það vel svo daman geti keypt sér nýja skó! haha

Jeff á afmæli næsta Laugardag svo við förum eitthvert út í tilefni dagsins, ég er ennþá að ákveða hvert við ætlum að fara, Jeff er ekki beint hjálplegur með að segja hvað hann vill, honum er nokk sama svo framalega sem hann fái að borða og drekka LoLlifecutipie

Það er farið að hlýna hérna í Denver líka, í dag er 15 stiga hiti!! Jibbíííí reyndar kólnar niður fyrir frostmark á kvöldin, en það skiptir litlu. Að öðru leiti er allt gott að frétta af okkur hjónakornunum.  Við höfum það gott eins og ávalt. Líf okkar snýst mest í að  snúast í kringum dýrin okkar, en Kesslik er nokkuð fyndinn með að gelta á sjálfan sig þegar hann sér  spegilmynd af sér í aringlugganum, og ég tala ekki um þegar skottið hans er að ybba gogg! Líf er búin að koma sér vel fyrir í hillu inn í skáp, svo ég bara bjó um hana þar með teppi og þæginlegheit og þar eyðir hún stórum hluta af deginum . En þar sem ég hef ekkert merkilegt að segja þá ætla ég að kveðj a í bili!


Nafn

Þá er ég búin að hugsa nafn á litla fyrirtækið mitt í góðan tíma, og eina sem ég hef komið upp með sem er laust er annað hvort Valkyria Design eða Studio Vala, þið mynduð gera mér mikinn greiða með því að greiða atkvæði hér til hliðar um hvort nafnið ykkur líkar betur!

Gæludýrahestur!

Þetta er ekkert smá fyndið!!

 


Studio Vala

Ég held ég sé orðin allt of spillt. Það var um 11 stiga hiti í dag og sól, og ég gat ekki hugsað um annað en hvað ég væri tilbúin fyrir vorið. Ég nenni ekki að standa í þessum snjó og kulda lengur, en veturinn hérna er kominn á þriðja mánuð! Annað en á Íslandi þar sem það er vetur nánast frá september til maí! Hérna þá byrjaði að kólna fyrir alvöru í desember.

Annars þá er nýjasta nýtt að ég er búin endanlega að ákveða að koma mér á framfæri í grafískri hönnun, þá meira einfalt með vinnu aukalega, hanna logo, bæklinga, plaköt, kort o.fl. Ég er nú þegar komin með nokkur verkefni, en mig sárvantar nafn á tilvonandi fyrirtæki mitt. Hingað til hefur uppáhaldið mitt verið Valkyrja Design, en það passar ekki vel inn í enska heiminn, nýjasta hugmyndin er Studio Vala. Hingað til allar mínar bestu hugmyndir hafa verið teknar. En allavega, þá vantar mig hugmyndir svo ég leita til ykkar!

Kveðja úr Ameríkunni!


Bílavandræði

cartroubleJæja þá er bíllinn í viðgerð, en startarinn er farinn. Við höfðum samband við nokkur verkstæði áður en við sendum bílinn þangað til að sjá hver væri með bestu verðin. Pep Boys urðu fyrir valinu en ég hafði talað við tvo þar sem létu mig vita hversu mikið þetta allt ætti að kosta. Draga bílinn kostaði 70 dollara, prófa startarann, batteríið og alternatorinn kostaði 20 dollara, startarinn sjálfur myndi kosta 104 dollara og vinnan 90 dollara. Jú jú við vorum svosem sátt við það. Svo við látum draga bílinn og um 2 tímum seinna hringi ég á verkstæðið til að athuga hvort þeir væru búnir að finna út hvað væri að. Þá höfðu þeir ekki byrjað á honum sem er svosem í lagi, ég get alveg beðið þangað til það kemur að mér, en strákaulinn reyndi að plata mig með því að segja mér að prófið sem þeir þyrftu að fara í gegnum kostaði 100 dollara en ekki 20. Valan auðvitað stappaði niður fætinum og sagði kemur ekki til mála, svo eftir að hafa talað við yfirmann hans þá komust við að því að strákaulinn vissi ekkert í sinn haus og væri að vinna sér inn meiri pening og við fengum prófið fyrir 20 dollarana sem það á að kosta en strákurinn ætlaði að prófa bílinn með vitlausu prófi...Alllllllavegana þá fékk ég hringingu í morgun sem lét okkur vita eins og við vissum að þetta væri startarinn og startarinn kostaði 124 dollara en ekki 104 dollara, nískupúkinn ég byrjaði að malda í móinn en ákvað að gera ekki of mikið mál úr því þar sem 20 dollarar auka er ekki eins slæmt og 80 dollarar auka hehe. Allavega, mjög skemmtilegt!!

Svo núna sitjum við heima og bíðum eftir að það verði hringt í okkur og við látin vita að bíllinn sé tilbúinn. 320 dollarar eru alveg á mörkunum við hvað við viljum láta í bílinn en hann er ekki einusinni virði þess mikið, en eins og staðan er núna viljum við ekki fara út í kaup á öðrum bíl og vera með bílalán þar sem við viljum frekar geta eitt 200 dollurum í okkur en ekki í nýjan bíl sem við notum varla.

Annars er allt við það sama hjá okkur, Jeff er enn að leita að vinnu, en reyndar er hann farinn að sjá smá aukningu á framboði en það er frekar erfitt að finna tölvuvinnu hérna þar sem það eru svo rosalega margir um hverja vinnu. En við bíðum þolinmóð. Mér gengur vel í minni vinnu, ég þarf kannski að fara í annað bæjarfélag í næstu viku til að þjálfa stelpu upp sem var að byrja á systureign okkar. Hvolpurinn okkar hefur það gott, hann er miklu betri að pissa þar sem hann á að pissa núna og stækkar og stækkar. Greyið Líf þarf að þola að hvolpurinn eltir hana út um allt þegar hún kemur fram úr sínu herbergi sem er reyndar á báða bóga en hún eltir hann á sama hátt. Hann er farinn að njóta þess að fara í göngutúra, en fyrst um sinn þá var hann ekki alveg viss hvað væri í gangi og hálf vældi á meðan hann var að labba. En núna skoppar hann við hliðin á okkur eins og ekkert sé nema þegar jörðin er smá blaut þá er hann ekkert sérstaklega hrifin af því að væta sig hehe, algjör pjattrófa. Og það síðasta er að honum finnst voða gaman í sturtu....FootinMouth

En nóg um það, heyrumst síðar!!

Og þið bloggarar, verið duglegri að blogga fyrir okkur útlendingana!!! 


Brrrrrrrrrrr

BrrrrHér er 15 stiga frost, og bíllinn bilaður!! Jibbí! Við þurfum væntanlega að skipta um batterí, en bíllinn startar sér ekki í svona kulda svo við getum ekki komið honum í bílabúðina til að skipta um batterí fyrr en það hlýnar. Sem betur fer er búðin í göngufæri en á móti er ekkert skemmtilegt að labba út í búð í 15 stiga frosti! Er ég orðin spillt af þægindunum hérna í USA eða finnst ykkur íslendingunum líka fúlt að labba út í búð í 15 stiga frosti? :)

Að öðru leiti er allt það sama af okkur að frétta, Jeff er enn að leita að vinnu, ég er enn að láta mig dreyma um allt sem mig vantar að kaupa, Kesslik vex og vex, Líf fann sér draumastaðinn til að sofa í, eða í innbyggðri hillu inn í skáp, fjölskylda Jeffs er allt við það sama, alltaf sama dramað í kringum Michelle og Tengdó, en núna eru þær í fýlu út í okkur og við höfum ekki grænan grun afhverju, sennilega afþví við höfum ekki mokað peningum í þau þar sem við vitum að þau hafa ekki hundsvit á hvernig á að fara með peninga svo við neitum að hjálpa þeim þannig. Ekki þar fyrir utan við höfum nóg með okkur. En fýlan þeirra kom í veg fyrir að biðja okkur um að hjálpa sér að flytja, svo okkur fannst þetta win-win situation!

En jæja, best að pilla sér út í búð svo við eigum eitthvað ætilegt í kotinu!

p.s.

MSN-ið hjá mér er eitthvað brenglað, held ég hafi óvart blokkað á það með eldvörninni minni, svo mamma ekki láta þér bregða þótt ég sé ekki á msn! Er að vinna í að koma því á stofn aftur! 


Dýralíf í Denver

DádýrKesslik hvolpurinn okkar hélt fyrir okkur vöku nánast alla síðustu nótt, en hann var með allt of mikla orku til að vilja fara að sofa, svo í dag ákvað ég að halda honum vakandi yfir allan daginn svo hann myndi sofa í nótt! Við fórum í smá bíltúr, en rétt hjá þar sem ég bý er stór þjóðgarður. Það er rosalega fallegt þar, mikil náttúra og allskonar útivistatækifæri. Ég auðvitað fór með myndavélina en þar rakst ég á dádýrahjörð, við Kesslik fylgdumst með þeim úr bílnum þar sem litli 2 kg hvolpurinn minn sat og urraði í áttina að þeim hehe. Stuttu seinna keyrði annar bíll framhjá og lét mig vita að skallaörn væri í tré neðar á veginum, ég varð auðvitað voða glöð en skallaernir eru í útrýmingahættu eftir því sem ég best veit, en því miður fann ég hann ekki, hann hefur væntanlega flogið í burtu rétt áður en ég komst að honum :(

Við fréttum svo í kvöld að Michelle yngsta systir Jeffs, sú sem er mest óábyrg (2 barna móðir) væri væntanlega að missa húsið sem hún leigir þar sem þau hafa ekki efni á leigunni. Þau eru fólk sem halda því fram að hún græddi pening á því að kaupa sér nýjan/notaðan bíl þar sem eftir nokkur ár fer hann upp í verði...hehe en allavega hún, maðurinn hennar og 2 börn flytja væntanlega í kjallarann hjá mömmu hennar en hún á tvo hvolpa, bróðir Kesslik og frænda hans. Þau þurfa væntalega að gefa þá upp svo við Jeff ákváðum að við myndum í það minnsta íhuga að taka annan þeirra ef til þess kæmi, við myndum þá taka frændahvolpinn sem er líka Chiwawa en það er víst ekki gott að hafa tvo bræður þar sem þeir myndu sennilega rífast stöðugt um hver er Alfa hundurinn þar sem þeir eru jafnaldrar. Það þýðir þá að næst þegar við flytjum verðum við að kaupa íbúð/hús þar sem það er bara 2 dýra takmark í leiguíbúðir hérna. Já mamma, við erum að fylla íbúðina okkar af gæludýrum og engin barnabörn á leiðinni!! heheh


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband