Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Miðvikudagur, 9. janúar 2008
Nýtt ár!
Nýja árið byrjaði bara nokkuð vel, það er brjálað að gera í vinnunni, svo ég hef nóg að gera, þess á milli elti ég hundinn minn út um allt til að passa að hann pissi á réttum stöðum og sef....spennandi líf þessa dagana! Jeff er á fullu að sækja um vinnur aftur og vonandi kemur eitthvað úr því enda daman farin að þrá það að fá að fara að versla!!
Að öðru leiti hef ég ekkert í fréttum svo ég hef þetta ekki lengra í dag!
Mánudagur, 31. desember 2007
Gleðilegt Nýtt Ár!!
Gleðilegt ár öll sömul!!
Jólin hjá okkur voru bara nokkuð góð, á Aðfangadag fórum við til Nicki þar sem við fengum dýrindis Prime Rib með allskonar meðlæti og öðru góðgæti! Kvöldið heppnaðist mjög vel og við enduðum á því að fara í miðnæturmessu.
Jóladagur var planað að fara til tengdó en það byrjaði að snjóa svo mikið að við urðum að fresta því svo í dag var jóladagsmaturinn heheh...
Á morgunn förum við svo til Nicki og Bo aftur til að fagna nýja árinu í Kalkúnaveislu.
Þess á milli hef ég bara verið að vinna, og þar sem allir eru í fríi nema ég og þar sem það er búið að snjóa all hressilega þá þurfti ég að vinna báða dagana sem ég er vanalega í fríi. Enda sú eina sem kemst í vinnuna þegar það snjóar mikið þar sem ég þarf ekki að keyra hehe...
Gæludýrin okkar hafa það bara gott, hvolpurinn stækkar og stækkar og er kominn upp í allavega 1,5 kg, kisan fær góða hreyfingu þar sem þau elta hvort annað út um allt!
Svo við höfum það bara gott hérna tvö í kotinu með litlu gæludýrin okkar!
Kveðja úr Snjónum!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 04:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 24. desember 2007
Gleðilega hátíð!
Miðvikudagur, 12. desember 2007
Stutt
það er búið að snjóa frekar mikið hérna síðustu daga svo atvinnuviðtalinu hjá Jeff var frestað um viku þar sem maðurinn sem tekur viðtal við hann var fastur í öðrum bæ. Annars sit ég hérna bara í sykurvímu en mamma sendi mér pakka fullan af íslensku góðgæti!!
Einnig vil ég óska Lellu og Óla innilega til hamingju með nýjasta meðliminn í fjölskyldunni, en hann lét svo sannalega hafa fyrir sér í fæðingunni!! Þökkum Guði fyrir að allt fór vel að lokum!
Fimmtudagur, 6. desember 2007
Fréttir
Ég held það sé kominn tími á fréttir, svo haldið ykkur fast, þetta verður langt blogg!!
Það hefur ýmislegt gerst síðan ég lét heyra í mér síðast, ekkert merkilegt svosem, svo ekki verða of spennt, ég hef bara verið hundlöt að blogga :)
Þakkargjörðin kom og fór frekar leiðinleg, við fórum til tengdó sem hefur ekki nokkurn hæfileika til að plana eitt eða neitt og það hjálpar ekki að maðurinn hennar er stórskrítinn og hundleiðinlegur hehe! En allavega maðurinn hennar Elliot krefst þess hverja einustu hátíð að reykja kalkún nema hvað, engum í fjölskyldunni finnst kalkúninn hans góður! Mamma Jeffs, Jodi, gerir hinsvegar mjög góðan kalkún og þar sem hún veit það þá gerir hún líka kalkún! Nema hún var of sein með sinn svo það var bara reykti kalkúninn á borðunum! Pfffttt, svo hálf lélegur matur, illa skipulagt o.s.frv.
Hvolpurinn okkar stækkar og stækkar, hann er kominn upp í heilt kíló! En hvert sem hann fer þá vekur hann mikla athygli! Við fórum t.d. með hann í hvolpasprautur í síðustu viku og stúlkan á afgreiðsluborðinu fór með hann baksvæðis til að sýna öllum dýralæknunum hann! við varla fengum hann til baka! Svo í dag, þá í vinnunni vorum við að kynna okkur fyrir fyrirtækjunum sem vinna með okkur, smá markaðsátak svo ég ákvað að taka litla hvolpinn minn með til fyrirtækisins sem ég fór til!! Við slógum í gegn!! Um leið og við komum inn um dyrnar flyktust allir að Kesslik sem var algjörlega að fýla athyglina sem hann fékk!
Jeff er að fara í atvinnuviðtal í næstu viku svo krossleggja putta, tær, fætur og hendur og annað sem hægt er að krossleggja! Vonandi fær hann þessa vinnu en þetta er hjá Tölvutæknifyrirtæki eða hvenrig sem IT þýðist yfir á íslensku, ágætlega launað og ekkert sérlega langt frá þar sem við búum! Svo ef hann fær vinnuna þar, get ég farið að versla aftur!!
Talandi um að versla, ég var í 5 daga fríi í síðustu viku svo daman ákvað að vera snemma í því og verslaði fullt af jólagjöfum til að senda til Íslands. Ég keypti voða mikið af sætu dóti pakkaði því niður og fór með það út á pósthús. Þegar þangað var komið heimtuðu þeir $300 dollara fyrir sendingakostnað!!!! Ég held það hafi liðið yfir mig af hneykslun og Jeff þurfti að draga mig út þar sem ég varð alveg brjál!! Magga hafði líka sent mér dót fyrir börnin hennar sem ég ætlaði að senda henni, og þeir heimtuðu $90 dollara fyrir bara þá pakka!! Hvað er málið!! Svo ef einhver fær pakka frá okkur, þá verða það litlir pakkar sem passa í umslag!
Ég var ekkert smá stolt í gær, ég fór á gallerýið mitt og komst að því að ég hafði selt tvær ljósmyndir eftir mig!! Vá ekkert smá hissa, kannski smá aukapeningur fyrir jólin!! En nei nei, ég er komin 89 sent í gróða!! heheh það er c.a. 50 krónur íslenskar hehehehe Ekkert smá stolt!
Við fórum í skrúðgöngu seinasta föstudag sem heitir Parade of Lights, það virkar þannig að ýmis fyrirtæki, íþróttastöðvar, dansstöðvar o.s.frv. eru með sitt svæði í göngunni þar sem þau búa til mikið skreyttan pramma, þannig það er mikil ljósadýrð, stemming, risa blöðrur og fleira í þeim dúr! Það var rosa gaman að fara þangað, en þú situr á hliðarlínunni og bíður eftir að allir prammarnir fara framhjá! Það var auðvitað skítakuldi, en það var allavega 5-10 stiga frost hehe, en við létum okkur hafa þetta, sannir víkingar! (hinir urðu víkíngar í minni nærveru).
Að öðru leiti þá er bara allt gott að frétta af okkur, við erum bæði hraust, hress og njótum lífsins bara heima með kisunni okkar og hundi. Við skreyttum íbúðina um daginn, keyptum jólatré og gerfisnjó úr bómul undir þar sem hvolpurinn okkar pissar á það og étur það upp hvort sem er, þannig við ákváðum að fara ódýrt! Ekki nóg með það heldur er hans takmark virðist vera að éta tréð fyrir jólin! Svo af og til komum við að honum að reyna að naga tréð, sem er frekar fyndin sjón þegar hundur á stærð við rottu er að reyna að takast á við 2 metra tré! heheh Þess á milli elta þau Líf og Kesslik hvort annað svo þeim virðist vera farið að semja betur, þau leika sér allavega saman.
Jæja ég held ég hafi ekkert meira að segja sem stendur, svo ég læt þetta duga þangað til næst!!
Kveðja úr Ameríkunni!
Miðvikudagur, 21. nóvember 2007
Hvolpatal
Þar sem þið hafið ekki fengið nýja mynd af Kesslik hvolpinum okkar þá bara verð ég að setja inn nýja mynd! Pabbi var svo góður að gefa mér nýtt flass á myndavélina mína svo núna get ég tekið fullt af myndum! Annars er lítið að frétta af okkur hérna, þakkargjörðin er næsta fimmtudag svo dagurinn fer í að borða yfir sig af kalkún og öðru góðgæti, ég bý til hliðarréttina, kartöflur, salat og kúrbít! Þar sem ég hef ekkert að segja þá ætla ég bara að setja inn uppskrift af kúrbít réttinum mínum!
Skellið kúrbítunum inn í ofn á c.a. 180°C í 20-30 mín til að mýkja þá upp
Kælið niður og skerið þá í helminga þversum þannig þeir mynda tvo báta
Skafið kjötið úr og setjið í skál og geymið kúrbítbátana fyrir seinni notkun
Blandið saman kjötinu úr kúrbítnum, Caesar Croutons (brauðmolar sem maður setur í salat), feta ost, smá af olíunni úr fetaostinum, salt pipar og smá af parmesan osti.
Þegar þetta er allt vel blandað saman fyllið aftur kúrbítbátana með osti yfir og skellið inn í ofn aftur á c.a. 200°C eða þangað til osturinn er vel bráðnaður!
Rosalega góður réttur sérstaklega með kjúkling eða kalkún og lambi!
Föstudagur, 9. nóvember 2007
Hundur í krús!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 7. nóvember 2007
Mynd af hvutta!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 2. nóvember 2007
A Dog in the House!
Þá erum við orðin stoltir hvolpaforeldrar :) Ég fékk hvolpinn í gærkvöld og hann er ekkert smá mikið krútt. Hann er rétt 7 vikna svo hann er aðeins of ungur til að vera tekinn frá foreldrum sínum, en ég fór með hann til dýralæknis í dag og hann lítur vel út og er hraustur. Við nefndum hann Kesslik. Reyndar er hann voðaleg veymitítla en hann vill helst ekki vera einn neinstaðar, það þarf alltaf að halda á honum. Jeff gjörsamlega bráðnaði og svaf með hann í hálsakotinu í alla nótt. Svo í dag þegar ég kom heim eftir að hafa farið með hann í heimsókn til Nicki frænku og til dýralæknisins kom hann hlaupandi á móti okkur og var "Where's my baby" en þeir sem þekkja Jeff vita að það er ekki mjög líkt honum hehehe. Núna er litli Kesslik steinsofandi á gólfinu vafinn inn í teppi enda uppgefinn eftir ævintýri dagsins. Ég er að hlaða batteríin í myndavélina mína og kem svo til með að hlaða inn myndum af honum :)
Líf tók honum svosem ágætlega, henni stendur engin ógn af honum þar sem hann er svo rosalega lítill, en hann er 1 pund, sem er hvað, 500 grömm hehe en hún heldur sig í fjarlægð frá honum. Í gær varð hún reyndar voða hugrökk og stal eldsnöggu þefi af honum. En við gefum henni bara sinn tíma til að venjast því að hún er ekki aðal prinsessan á heimilinu núna. Allavega, þegar litlinn minn vaknar þá er myndatími!
Fimmtudagur, 1. nóvember 2007