Ferilskráin tilbúin

Núna er ferilskráin mín loksins tilbúin og yfirfarin til fullkomnunar! Með hjálp Nicki náðum við að búa til þessa fínu ferilskrá þar sem ég sæki að mestu leiti um "marketing assistant" eða aðstoðar markaðsfræðingur. Ég fer ansi fjálglega á köflum með reynslu mína og fegra starfsreynsluna mína til muna. Ég er nú þegar búin að sækja um nokkur störf svo það er bara að bíða og sjá hvað kemur út úr því. Sjáum hvort mér takist ekki að setja ferilskrána mína hérna á netið fyrir áhugasama sem vilja skoða ensku útgáfuna mína :)

Jeff er orðinn góður, okkur datt í hug að þetta væri ekki flensan heldur hafi hann borðað yfir sig af gúmmíbjörnum hehe, en hann vaknaði allt í einu upp um nóttina og þurfti að hella úr sér hálf meltum vökvum úr öllum holum og síðan ekkert meira. Þegar leið á næsta dag var hann orðinn vel hress biðjandi um hamborgara á meðan ég tróð ofan í hann Gatorate og heimtaði að hann borðaði ristað brauð í staðinn. Sú barátta endaði með að hann drakk gatorate, borðaði óristað brauð og fékk hamborgara hehe.

Ég fór svo í klippingu seinasta laugardag sem heppnaðist bara ágætlega, enda gerði ég ekkert sérstakt annað en að laga það til. Mér líkaði ekkert sérstaklega vel við stúlkuna sem klippti mig svo ég fer ekki til hennar aftur. Enda eru greyið hárgreiðslufólkið hérna að keppa við hana Laufey mína sem klippti mig í sennilega 7-8 ár og ég kom alltaf ánægð út! 

Planið á næstunni er að skipuleggja afmæli Jeffs sem er á föstudaginn en ég á enn eftir að finna afmælisgjöf handa drengnum. Ég hugsa að ég tala við fjölskylduna hans og fái þau til að slá saman í CompUSA gjafakort. Svo á miðvikudaginn er mágkona mín og tengdó að draga mig með á kynningarfund á einhverskonar pýramíd svindli, allavega virkar það þannig við fyrstu sín, en þar sem ég hef lítið betra að gera og það eru fríar veitingar þá ætla ég að fara með. Ég læt ykkur vita hvernig það fer eftir fundinn. En þær eru ansi fyndnar, það sem þetta virðist vera er að þú selur hópferðir í gegnum sérstaka vefsíðu, og vinnur að heiman sem þýðir að þú þurfir að eiga tölvu og kunna á hana. Tengdó kann ekkert sérstaklega vel á tölvur og mágkona mín, Michelle, á ekki tölvu og þeim finnst þetta hljóma voða sniðugt. Það sem ég sé í þessu er að þú þarft væntanlega að markaðssetja þetta sjálf með persónulegum contactum sem þýðir að þú þurfir að fara út meðal fólks sem hefur efni á meðaldýrum hópferðalögum hehe...allavega hljómar þetta eitthvað spúkí. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skoh mína! Stórglæsileg ferilskrá! Hefði samt viljað mynd af þér þarna efst í horninu en þessu illgresi ;)

Verðum í bandi mín kæra :)
Bestu kveðjur frá klakanum

-a

alman (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband