Vírus og efnahagsvesen

Tölvan mín er ennþá með tölvuvírus en Jeff er að bíða eftir að ég visti gögnin mín og myndir á disk svo hann geti hreinsað hana, ég hef ekki nennt í það verkefni hingað til svo ég setti upp fartölvuna mína í staðinn.

 Að öðrum málum þá áttum við góð jól fyrir utan þann tíma sem við eyddum með fjölskyldunni hehe. Á aðfangadag þá fórum við til tengdó, planið var að allir kæmu með forrétt og tengdó myndi svo panta aðalréttinn frá steikhúsi. Hún var að vinna til kl 4 um daginn og vildi ekki hafa mikið fyrir okkur, hversvegna hún vildi endilega halda aðfangadag heima hjá sér þá skil ég ekki. En við biðum og biðum og kl 8.30 ákvað hún að panta, viti menn veitingarstaðurinn var búinn að loka svo sorry, enginn matur. Ég og Jeff hristum hausinn og brosuðum þar sem við vissum að hún myndi klúðra þessu einhvernveginn. Nicki ákvað að sópa inn og reyna að bjarga kvöldinu og fann einn veitingarstað sem var ennþá opinn svo Jeff fékk hamborgara á aðfangadag en ég ákvað að sleppa kvöldmatnum í þetta sinn þar sem klukkan var orðin 10.

Þar sem við vissum þetta fyrirfram vorum við ekkert sérlega fúl, en ég hafði látið tengdó vita með fyrirvara að við ætluðum að vera ein á jóladag þar sem ég nennti ekki að vera pirruð yfir að láta þau eyðileggja jólin fyrir okkur en það var sennilega besti tíminn yfir jólin. Við elduðum okkur rosalega góða steik, átum og áttum góða kvöldstund saman bara tvö með öllum loðdýrunum okkar sem voru svakalega ánægð með sína steik.

Dagin eftir jól komu svo vonbrigin, ég átti að fá útborgað þann 26 Des en nei nei, fyrirtækið mitt átti ekki fyrir laununum svo þeim seinkaði í viku. Við áttum sem betur fer smá varasjóð og lifðum á honum þangað til við fengum útborgað. Þetta var annað skiptið sem þetta gerðist, og núna er þetta að gerast í þriðja sinn við fengum tölvupóst í dag um að þeir ættu ekki fyrir laununum okkar sem við eigum að fá útborgað á morgunn Föstudag og fáum hugsanlega útborgað á Þriðjudag.

Því miður er enga vinnu að hafa hér í USA ekki einusinni mínum geira sem vanalega er mjög auðvelt að fá vinnu í, ég sótti um nokkrar stöður í morgun sem ég fann og fékk smá símaviðtal út úr því það var allt of sumt. Yfirmaður okkar var með fund í dag og lét okkur vita að ef við ákveðum að mæta ekki fyrr en við fáum útborgað þá værum við velkomin til baka þegar það gerist. Ég ákvað að gefa fyrirtækinu mínu sjéns til Þriðjudags ef ég hef ekki fengið útborga þá, þá mæti ég ekki fyrr en ég fæ útborgað, flestir eru á sömu skoðun.

Fyrirtækið mitt á víst að fá fjárfestir í lok Janúar, ég vona innilega að það fari í gegn þar sem eftir að reka íbúðarkomplexu með 482 íbúðum með enga peninga sem þýðir að við fáum enga þjónustu svo sem neinn til að þrífa, verkfæri til að laga hluti, parta, markaðsetningu og nú laun þá ætti það að vera mjög auðvelt að reka íbúðirnar með smá budget. Hinsvegar þá treysti ég ekki ráðamönnum fyrirtækins míns fyrir einu né neinu og því þá sannleikanum, það versta er að það tekur tíma fyrir bankann að taka yfir og fyrirtækið mitt hefur ekki tekið neinar ráðstafanir hvað það varðar.

Árið byrjar því smá brösulega hjá okkur með fjárhagsáhyggjum en ég er sannfærð að við komust í gegnum þetta sterkari. Guð vakir yfir okkur og passar að við eigum mat á borðunum og gefur okkur tækifæri til að meta betur það sem skiptir máli :)

Btw, fyrirtækið mitt er rekið af Mormóna frá Californíu! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla, sérstaklega þó hittingin þegar þú komst við á klakanum! Tölvuvesenið skýrir þá fréttaleysið hérna á blogginu þínu, gangi þér vel að finna aðra vinnu, það er allavega hugsað til þín hérna heima á Íslandi:) Kær kveðja, nina

Nina (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 22:13

2 Smámynd: Vala Björk Vieregg

Takk Takk og sömuleiðis!! Það var ekkert smá æðislegt að ná að hittast!!

Vala Björk Vieregg, 10.1.2009 kl. 03:18

3 identicon

hæ hæ elskan min. Tölvuvandrædin skyra bloggleysid. Gott ad heyra frá ther tho svo ad fréttirnar hafi kannski ekki verdi hinar bestu. Vona virkilega ad thad leysist úr thessu og stad thú fáir útborgad sem fyrst og ekki minst ad thad verdi ´fram einhver vinna. Gud geymi thig allavega og ykkur bædi tvö. Hann mun vel fyrir sjá.

Her er allt vid thad sama. byrjud ad vinna aftur eftir langt jólafrí. Höfum thad vodalega gott.

KOssar og knús.

Magga Salla (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband