Sérstrúarsöfnuður eða teppi

Einhver rosalega gáfaður ekki bara hannaði heldur sannfærði sjónvarpmarkaðinn um að selja og markaðssetja teppi sem við köllum the Snuggie. Teppi með ermum! Svo miklu auðveldara að halda á sér hita OG hreyfa sig án allra hamla hehe. Það versta við er að maður lítur út eins og sérstrúarsafnaðarmeðlimur í þessu glæsilega teppi sem einhver er að verða ríkur á!

Það sem er að mér að frétta er að leasing consultantinn minn ákvað að hætta þar sem jahh, fyrirtækið mitt borgar að meðaltali núna 4 - 5 dögum of seint. Það er víst betra að vera með enga innkomu heldur en innkomu sem kemur seint. Mig grunar reyndar að hún hafi vita að hún væri á leiðinni út þar sem hún var ekkert sérstaklega góð í sínu starfi. Því miður þýðir þetta fyrir mig að við erum 2 eftir á skrifstofunni minni af 5 svo næstu vikur verða erfiðar vegna vinnuálags. Ofan á það þá fæ ég að eyða sennilega næstu 3-4 vikum í að finna tvo leasing consultants sem þýðir að taka viðtöl við meðalgreinda einstaklinga. og reyna að finna einhvern sem er með IQ yfir allavega 90. Það virðist vera einstaklega erfitt að finna starfsmann hérna í Ameríkunni sem vinnur í staðinn fyrir að hanga í tölvupóstinum sínum allan daginn eða fer ekki að gráta út af því að þeim er illt í puttunum eftir að hafa sett skjöl í skjalaskápinn...ég er svosem ekki með rosalegar kröfur, ef þú mætir á réttum tíma, ert með gott viðhorf og vinnur út vinnutímann þá ertu ráðin!

Vantar einhverjum vinnu Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ Þú tekur þetta að þér  og þér tekst það ..þú ert á réttri hillu ....

Baráttukveðjur ..mammma

mamma (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 11:17

2 identicon

Ok  hörkutól.  Hef óendanlega trú á thér.

Kossar og Knús maggasalla

Magga Salla (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband