Fyrsti kvenforsætisráðherra Íslands

johannaÉg vil byrja á að óska Jóhönnu Sigurðardóttir til hamingju með forsætisráðherraembættið. Ekki er hún bara fyrsti kvenkyn forsætisráðherra í sögu Íslands, heldur fyrsti samkynhneigði forsætisráðherra sögunnar. Ofan á það erum við með 5 kven- og 5 karlráðherra. Þetta gleður mitt litla hjarta en þar sem ég bý á er kynjaréttindi ekki á sama leveli og á Íslandi.

Það sem er að okkur að frétta er að ég er enn ekki búin að fá útborgað, þeir eru núna formlega orðin 9 dögum of seinir að borga okkur. Við Jeff erum í ágætum málum fram í næstu viku, við eigum mat og lyf hehe, en akkúrat núna þá er það það eina sem skiptir máli. 

Við erum bæði á fullu að leita að nýrri vinnu, þvímiður er nákvæmlega ekkert í boði. Ég er samt svo heppin að hafa farið í símaviðtal og verð vonandi boðin í viðtal í vikunni. Það versta við þetta er að ég tek dýfu í launum og við verðum að flytja og ég dett niður í fæðukeðjunni. Það góða við það er að þetta er Fortune 500 fyrirtæki, borgar starfsmönnunum laun á réttum tíma og ég kem inn með reynslu sem gefur mér auðveldara fyrir að vinna mig upp fljótar og við getum valið um hunduða íbúða sem eru mun betri en þær sem við erum í núna. Við ræddum málin aðeins og ákváðum að við erum tilbúin að fara aftur í 2 herbergja íbúð svo framalega sem hún er nógu stór til að halda undir okkur og gæludýrin okkar. Sem stendur erum við í 3 herbergja íbúð sem er um 90 fm með tveimur baðherbergjum sem er náttúrulega æði, en ef það sparar okkur pening að fara í 2 herbergja 70-80 fm íbúð, þá er það ekki málið.

Fyndið hvað maður er kominn langt frá Íslandi, ég ólst upp í að mig minnir um 3 herbergja 75 fm íbúð og fannst hún rosalega stór og fín. Núna þá vil ég helst fara upp í yfir 100 fm með tveimur baðherbergjum og helst 4 herbergjum hehe!

En allavega, til hamingju Ísland, vonandi nær næsta ríkisstjórn að taka betur á málunum og vonandi nær nýir bankastjórar Seðlabanka að rétta fjárhaginn við!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vona ad thu farir i vidtal. gangi ther tha rosalega vel.

Knus

Magga Salla (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 11:21

2 Smámynd: Vala Björk Vieregg

Takk takk esskan! Hvað er annars að frétta frá Norge?

Vala Björk Vieregg, 3.2.2009 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband