Græðgi

Hér er allt við það sama, vinnan borgaði okkur loksins aðeins 10 dögum of sein, núna verða þeir í það minnsta 7 dögum of seinir en það fynda er að í sama andadrætti tala þeir um að kaupa fleiri eignir í Colorado! Hvernig væri að byrja á því að borga upp miljónirnar sem þeir skulda (dollara) og koma sér í þá stöðu að geta borgað starfsmönnunum sínum!

Ég hef verið að reyna að finna aðra vinnu en það hefur gengið brösulega þar sem fleiri fyrirtæki eru í sömu stöðu og okkar. Ég fékk símaviðtal hjá einu Fortune 500 fyrirtæki en það kom stelpa til baka úr mæðraorlofi sem tók stöðuna mína svo ég sit eftir með sárt ennið.

Það góða við þetta er að ef fyrirtækið mitt nær sér upp þá fæ ég stöðuhækkun, en það losnaði staða einum fyrir ofan mig sem ég get fengið ef ég vil. Ég er svo heppin að ég get tekið næstu viku eða tvær að ákveða hvort ég vil han eða ekki. Þetta er meira bókhaldsstaða en markaðssetning eins og ég geri núna en þvímiður þá þarf ég sennilega að taka hana til að vera með á ferilskránni til að komast upp í yfirmanninn. Mér finnst staðan sem ég er í núna miklu skemmtilegri en ég fengi hærri laun og kæmist úr söluhlutanum sem ég er að verða geðveik á. Oh well ef þetta er versta áhyggjuefnið hjá mér núna þá er það ekki svo slæmt hehe.

Að öðru leiti er allt gott að frétta af okkur, Jeff heldur áfram að skrifa en það er ekkert að gera vinnulega séð hjá honum heldur. Hundarnir okkar hafa það gott líka, það nýjasta sem Buliwyf er hræddur við eru plast gosflöskur. Líf er orðin heldri köttur sem hoppar á milli staða til að lúra á.

Jæja við heyrumst seinna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband