Góðar og slæmar fréttir

Slæmu fréttirnar eru að ég fékk hvoruga stöðuna sem ég fór í viðtal fyrir. Þau ákváðu bæði að ráða innan fyrirtækis þar sem þau þurfa ekki að þjálfa starfsmennina upp né fara í gegnum ráðningakostnað. Ég gefst ekki svo auðveldlega upp, fyrirækið sem er hugsanlega að taka yfir eignina mína hefur ekki ennþá dregið sig til baka svo það er ennþá von.

Góðu fréttirnar er að við fengum borgað fyrir Febrúar, þrátt fyrir að það var bara tímalaunin þá hjálpar það rosalega svo ég get borgað reikninga þennan mánuðinn hehe. Þetta er lán frá bankanum sem tekur yfir sem ég þarf að borga til baka ef Bethany borgar okkur einhverntímann. Ég er sátt við það enda engir vextir og ekki neitt. 

Vonandi fer að ráðast úr þessu enda er þetta búið að ganga allt of langt allt of lengi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja betra en ekkert.en leiðinlegt að heyra að þú fekst ekki stöðurnar sem þú varst að sverma fyrir....Já vonandi fer að birta til hjá ykkur ..lov mamma

mamma (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 23:15

2 identicon

já skrifa undir thetta. bara bidja um ad fyrirtækid standi vid kaup.  Good luck. Knús

Magga

Magga salla (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband