Góðar, slæmar og verri fréttir...

Dagurinn í dag var mjög áhugaverður, ég byrjaði á því að fara í viðtal við Fortune 500 fyrirtæki (mjög stórt og gott fyrirtæki), íbúðarkomplexan er nálægt fjöllunum svo útsýnið er magnað, A klassi (er núna á C klassa) með tveimur sundlaugum, tveimur tennisvöllum, heitum potti og tækjasal. Viðtalið gekk mjög vel og hún ætlar að hringja á mig á morgunn og láta mig vita hvað framhaldið er, hvort ég kemst í viðtal nr 2 eða ekki. Ég er frekar vongóð en það er aldrei að vita. Síðan 10 mín eftir að ég kláraði viðtalið þar, þá var komið að símaviðtalinu, sama fyrirtæki önnur eign en sú er 700 íbúðir niður í miðbæ líka A klassi mjög spennandi!! Hún vildi láta mig vita að hún er að reyna að breyta stöðunni til að falla betur inn í hvað hún þarfnast og er að bíða eftir samþykki frá yfirmanninum sínum með það. Hún ætlar að hringja á mig á föstudaginn til að setja niður tíma fyrir viðtal hjá þeim. Þetta eru góðu fréttirnar, hljómar eins og ég á góða von að komast inn hjá þessu fyrirtæki sem er náttúrulega bara geggjað því ef það gerist erum við á grænni grein.

Slæmu fréttirnar eru að ég frétti í dag að ástæðan fyrir að fyrirækið sem er að taka yfir hefur ekki fastráðið okkur er að Bethany ákvað að sækja um gjaldþrot og setja mína skrifstofu þar inn í, en áður höfðu þeir gefið eignina yfir til bankans. Hvernig sem það gerðist þá virðist vera að Bethany ákvað að hætta við það og reyna að halda Waterfield Court (eigninni minni) en gjaldþrotið sem þeir sækja um gefur þeim x marga daga til að koma upp með viðskiptaáætlun til að halda áfram rekstri. Það hreinlega kemur ekki til greina að ég komi til með að vinna fyrir Bethany í framtíðinni, ekki að ræða það! En Alliance Residential fyrirtækið sem tók yfir er að reyna að bakka út. Hvað þetta þýðir fyrir okkur veit ég ekki nema að við förum til baka í að fá ekki borgað o.s.frv.

Verri fréttirnar eru að bankinn hafði ákveðið að borga okkur fyrir Febrúar, við áttum að fá það í þessari viku. Það kemur sennilega ekki til með að gerast núna þar sem bankinn á okkur ekki lengur og hefur ekkert að gera með okkur. Peningurinn sem þeir skulda mér tæðar 700 þúsund er sennilega farinn, eða það sem er mun líklegra, situr inni á bankareikning á Cayman Islands hehe!

Þetta er orðin meiri vitleysan, við Jeff ákváðum að það er tími að byrja að pakka og taka næsta vinnuboði sem kemur í hús. Það versta við þetta er að Alliance hafði lofað öllu fögru og sagt að ég væri örugglega ráðin þegar pappíravinnan kæmi til baka...sem var til að ég neitaði öðrum vinnutilboðum. Þau voru skref niðurávið en engu að síður vinna!

Valan er að verða mjög reið...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

úff... þetta er ekki skemmtilegt.

gott samt að þú ert þegar búin að fá þetta mörg atvinnuviðtöl... það er plús.

við hugsum til þín og söknum þín.

Lellan (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 08:33

2 identicon

jahernaher..það er aldeilis....á bar ekki til orð yfir þessum kanabjánum..komndu þér bara úr landi stelpa...

mamma (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 14:09

3 identicon

Já nú hugsa ég sko extra mikid til thin og vona virkilega ad thu fáir adra vinnu fljótt.  Sakna thín.

Magga

Magga Salla (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband