Uppsker erfiðið

Hlutirnir eru loksins farnir að líta upp á við hjá okkur, ég átti samtal við yfirmann minn hjá nýja fyrirtækinu sem er að taka yfir og hún sagði að við yrðum öll ráðin svo framalega sem við værum með hreina sakaskrá og værum ekki á neinum lyfjum, svo við ættum að heyra meira í næstu viku væntanlega. Hún hafði ýmislegt fleira gott að segja, ég greinilega óafvitandi skoraði nokkur stig þegar ég bauð eigendum fyrirtækisins eitthvað að drekka og spjallaði við þau. Ég hafði ekki hugmynd hver þau voru svo það borgar sig að vera gestristin :)

Það sem er spennandi við þetta er að ég veit að ég held sömu stöðu, fæ reyndar annan titil og sennilega hærri laun sem ég verð að segja er ekki slæmt! Á sama tíma meiri ábyrgð og akkúrat það sem ég vildi meira markaðssetning minni sala, en ég verð núna víst titluð sem Sölustjóri. Mér er nokk sama hvaða titil ég held, svo framalega sem ég fæ útborgað.

Viðtalið sem ég fór í í vikunni gekk mjög vel og þau hringdu í mig í dag og vildu fá mig í annað viðtal. Ég er núna allt í einu komin með valmöguleika. Það góða við þetta starf er að þetta er á frábærum stað, betri íbúðir en þetta er sala sala sala! Ef ég verð hérna áfram þá á ég meiri möguleika á að vinna fyrir annað frábært fyrirtæki í skemmtilegri stöðu en verri íbúðum og meiri möguleika á stöðuhækkun. Úff erfitt val!

Síðan frétti ég í dag að ein sem vinnur fyrir fyrirtæki sem sendir mér leigjendur og ég múta þeim með kleinuhringjum hafði víst miklar áhyggjur af mér og var að mæla með mér við önnur fyrirtæki en hún vinnur með öllum íbúðarleigjendafyrirtækjunum í Denver. Það var mikils virði, og svo er önnur sem ég vann með að reyna að fá mig inn í sitt fyrirtæki, það er mjög stórt fyrirtæki í sama bransa, það eina slæma er að ráðningaferlið þeirra er svo sjúklega flókið að ef einhver mælir með starfsmanni í þessu tilviki mér, þá er ekkert víst að ég komist að. En ég er svosem ekki með miklar áhyggjur þar sem ég er ánægð þar sem ég er. 

Hvernig fór heimurinn minn úr því að vera með valkostina mína í ræsinu í að vera með nokkur eld í járninu!

Endilega hjálpið mér að velja í könnuninni hehe!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsilegt. Gangi ther vel ad velja. Their verda heppnir their sem fá thig.

Knús

Magga (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 23:16

2 identicon

Bíd spennt eftir bloggi. Vona ad ther hafi gengid vel.

Knus

Magga Salla (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband