Lúxús íbúðir

Í dag var fyrsti alvöru dagurinn með nýja fyrirtækinu, ég verð að segja að mér líst ekkert á blikuna eftir daginn í dag. Það var allt annað hljóðið í þeim heldur en á föstudaginn. Í dag var okkur sagt að við yrðum sennilega ráðin í lok mánaðarins en á meðan erum við hjá tímabundinni þjónustufyrirtæki. Á föstudaginn var okkur sagt að við yrðum væntanlega ráðin í þessari viku. En oh well, við sjáum hvernig það spilast úr þessu.

Góðu fréttirnar eru að ég fékk annað viðtal, og þótt þetta sé nálægt gettóinu þá er þetta lúxús íbúðarkommúna. Smellið hérna til að fara á heimasíðuna þeirra. Þeir eru með stöðuvatn sem hægt er að veiða eða sigla í, göngustíga, leikfimi, körfubolta völl, tennis völl, kaffihús, bar, þurrhreinsun, bióhús, ráðstefnusal, netkaffi, og margt margt fleira hehe. Ekkert smá batterí, yfir 1500 íbúðir sem er skipt í nokkur þorp. Ég fer í viðtal til þeirra á morgunn kl 1, tek það sem hádegishlé.

Mun betra en síðasta viðtal sem ég fór í þar sem ég var í miðju gettóinu og átti að svara neyðarköllum um miðja nótt, ég hélt nú ekki og Jeff sagði að kæmi ekki til greina. Svo er ég að vonast til að komast í annað viðtal hjá öðru fyrirtæki en ég þekki eina sem vinnur fyrir það fyrirtæki og ætlar að gefa mér góð meðmæli. Jeff sótti svo um stöðu í Flórida en Russ þekkti gaurinn sem var að auglýsa og Jeff sendi Russ umsóknina sína svo hann gæti farið með hana og gefið góð meðmæli í ofanálag.

Af laununum sem þeir skulda mér þá fékk ég uppgefið upphæðina sem þeir skulda mér það eru $6200 dollarar eða næstum því 700 þúsund íslenskar, þetta þýðir sennilega um $4000 eftir skatta sem er samt sem áður tæplega 450 þúsund, ég veit um ýmislegt sem ég get gert fyrir þann pening! Eini vandinn er að við erum í vandræðum með að ná í lögfræðinginn okkar, við erum búin að hringja eins og brjáluð en hann hringir ekki til baka, við komum sennilega til með að gefast upp og náum okkur í annan lögfræðing sem kemur sér illa fyrir hann þar sem hann fær prósentur, því það eru 22 aðrir starfsmenn sem þeir skulda. Vonandi fer þetta að fara í gang hjá okkur þar sem okkur vantar innilega að fara að borga reikninga hehe!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

úff.... þetta eru ekki skemmtilegir tímar, en vonandi rætist úr þessu öllu saman. við hugsum til ykkar

Lella (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband