Áhugaverð helgi

Á föstudaginn fékk ég símtal frá ráðningaskrifstunni sem sér um að ráða fyrir leiguíbúðabransann og mér boðið tímabundin vinna þessa helgi, bara laugardag og sunnudag. Ég auðvitað þáði það og mætti galvösk til vinnu á laugardagsmorgun. Ég auðvitað hafði ekki græna glætu hvað ég átti að vera að gera þarna og hafði u.þ.b 5 mín til að koma mér inn í starfið, það gekk svosem ágætlega enda ekkert sérstaklega krefjandi. Það sem gerði fyrsta vinnudaginn minn í Bandaríkjunum áhugaverðan var það sem gerðist rétt fyrir lokun, hér kemur sagan:

C.a. klukkutíma fyrir lokun þá tókum við eftir ómerktum lögreglubíl sem hafði staðsett sig fyrir framan innkeyrsluna að skrifstofunni, við pældum ekki mikið í því fyrr en við sáum 7 lögreglubíla koma brunandi framhjá, við það vaknaði forvitni okkar og strákurinn sem var að vinna með mér rölti út og spurði lögregluþjóninn sem var fyrir utan skrifstofuna hvað væri í gangi. Svarið sem við fengum væri að það væri ekkert í gangi og við ættum bara að halda okkur inni. Okkur grunaði nú að 7 lögreglubílar táknaði ekki akkúrat að neitt væri í gangi en biðum samt þolinmóð þangað til við fórum að fá símtöl frá íbúunum með tilkynningu um hóp af lögreglumönnum labbandi um hverfið með rifla. Þá leist okkur ekki á blikuna og hringdum á lögreglustöðina enda vildum við fá að vita hvort við ættum að ráðleggja íbúum okkar að halda sig inni. Svarið sem við fengum þar var að lögreglan hefði farið til að handtaka smábrotamann sem hafði náð að sleppa og þeir voru að reyna að finna hann. Okkur grunaði að 7 lögreglubílar fullir af lögregluþjónum með rifla færu ekki að leita af smábrotamanni! Svo kom að lokun en ég hafði lofað að skutla stráknum sem ég var að vinna með og vini hans út á rútustöð, vinur hans ákvað að rölta út og spurja hvort það væri í lagi að við færum. Þegar hann kemur út þá snúa lögregluþjónarnir sér við og byrja að öskra á hann og beina riflunum að honum!! Það kom svo í ljós að þeir voru að leita að manni sem leit svipað út og þessi, hávaxinn svartur maður í dökkum fötum og hann hafði myrt fjölskylduna sína í Walmart eða eitthvað álíka!!! Ég hef sennilega aldrei verið jafn fegin að fara heim úr vinnu og þarna, en þegar ég frétti hvað þeir voru eftir þá brá mér smá. En allavega áhugaverður fyrsti vinnudagurinn í bandaríkjunum heheh. 


Hættuleg iðja

BullsnakeVið Jeff ákváðum í síðustu viku að taka okkur á líkamslega og fara í reglulega göngutúra. Við þrömmuðum c.a. 3 km síðasta föstudag og ætluðum okkur sömu leið í dag. Við búum í göngufæri við lítinn þjóðgarð hérna með ágætum gönguleiðum svo við ætluðum okkur að nýta okkur það. Við vorum komin á gott ról þegar okkur brá þónokkuð, en ekki einn heldur tveir snákar lágu á göngugötunni fyrir okkur!! bæði ég og Jeff skræktum eins og smástelpur og hoppuðum í hringi til að sanna að við værum ekki hrædd við snáka....akkúrat þá hjólaði stelpa framhjá okkur hlægjandi og sagði okkur að þetta væru bullsnakes, eða nautasnákar...og væru algjörlega harmlausir....okkur leist samt sem áður frekar illa á blikuna og ákváðum að labba þar sem væri minna graslendi. Við löbbuðum því bara c.a. 2 km í dag en við bættum það upp með hraða, enda eins og allir vita þá eru snákar hefndargjarnir og vilja oft skríða upp úr klósettisskálinni bara til að hræða þig!! (ehemm)

Þeir sem vilja fræðast meira um nautasnáka geta lesið sér til hérna á ensku  


TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ!!

candles-happy-birthdayHún á afmæli í dag

Hún á afmæli í dag

Hún á afmæli hún mammaaaaaaaaaaaaaaaaaaa

Hún á afmæli í dag

 

Hún er bíííííp ára í dag

Hún er bíííííp ára í dag

Hún er bíííííp ára hún mammmaaaaaaaa

Hún er sextug í dag!!! (Vúps)

 

Innilega til hamingju með daginn mamma mín og skemmtu þér vel í afmælisveislunni þinni!!

 

Eins og margir vita þá hefur Jeff haft það frekar erfitt í vinnunni sinni þar sem yfirmenn hans hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að gera. Eitt gott dæmi er að um daginn þá tóku þeir hann á eintal og báðu hann vinsamlegast um að líta út fyrir að vera upptekinn þegar hann væri að vinna. Hann spurði á móti hvort þeir gætu þá gefið honum verkefni til að vinna að, en nei nei ekkert svoleiðis, þeir vita að hann hefur lítið að gera en ef hann bara gæti litið út fyrir að vera upptekinn þá væru þeir ánægðir hehe.

Í gær þá var fundur hjá skólaumdæminu um hvernig á að bregðast við ef eitthvað kemur upp á vegna skotárásanna í Virginiu fylki. Þar höfðu yfirmennirnir allskonar plan eins og að færa aðalstarfsemina um herbergi (einmitt í herbergið með gluggum út á götuna) og fleira jafn heimskulegt og síðan þegar einhver spurði, en hvað ef það kemur einhver hérna inn með byssu og byrjar að skjóta? Oh já, þá bara hlaupa í hina áttina....

Ég er viss um að starfsmönnunum liðu mjög öruggum eftir þetta :)


Þrítug

Dagurinn hjá okkur byrjaði á að við fórum að versla, svo það voru keyptir 200 gosdrykkir, snakkpokar og buxur. Síðan þegar við komum heim þá byrjaði ég að laga mig til en það tók mig um 2 tíma að laga hárið hehe mar orðin svoddan pæja í útlöndum!! Okkur var boðið í mat til Nicki og Bo þar sem við fengum spagettí og súkkulaðiköku í eftirrétt, en uppskriftin af spagettísósunni er búin að ganga niður um nokkra ættliði og er rosalega góð. Síðan fórum við á stað sem heitir Dave and Busters og er leiktækjasalur fyrir fullorðna (jeffs plan). Ég verð að segja að ég hef sjaldan skemmt mér jafnvel hehe það var rosalega gaman og ég meira að segja vann Jeff einusinni í körfuboltakasti!! Hahh daman ekki búin að tapa alveg niður íþróttaandanum þrátt fyrir að vera komin á fertugsaldurinn. Allavega var rosalega gaman hjá okkur og við áttum verulega gott kvöld.

Ég auðvitað tók helling af myndum svo endilega kíkið á nýja albúmið sem er komið upp og heitir þrítugsafmæli. 


Gulltennur og hrukkukrem

Takk Magga og Lella fyrir að hringja í mig í gær!! Ekkert smá gaman að tala við ykkur! Vá hvað er orðið langt síðan ég hef hitt alla vini mína enda erum við stranglega að stefna að því að koma heim um jólin en það lítur allt út fyrir að ég verði komin með græna kortið fyrir þann tíma....*krossleggjafingur*

Ég lærði það frá Möggu Söllu að við ættum að byrja að nota hrukkukrem 25 ára sem forvörn...sem ég hef aldrei gert þannig það stefnir allt í að ég verði mega hrukkótt eftir 10 ár eða svo! Nema auðvitað að ég hafi góð gen :)

Í tilefni þess að bóndinn er að taka dömuna út á lífið á morgunn þá vaknaði frúin snemma og makaði á sig brúnkukremi um allan kropp sem er að koma fram núna með ansi góðum blettum :P En ég verð að reyna að laga það í kvöld þar sem daman keypti sér kjól líka í tilefni þess að vera svona ung og sæt (og áður en hrukkurnar koma í ljós) rosa sætur svona blómakjóll og hálsmen við, ég set vonandi inn myndir um helgina úr afmælinu mínu :)

Ég fór út í sjoppu áðan að kaupa gos og stelpan sem var að afgreiða var með gullhúðaðar framtennur hehe, ekkert smá ljótt!! Ég var að spá að segja henni það en hún leit út eins og hún gæti lamið mig í klessu ef ég opnaði munnin svo ég bara starði, rétti henni peninginn og fór út! hehehe lúðafólk. 


Afmæli

Eins og Magga Salla benti á þá er ég að verða kelling eins og hún og Agla Marta á morgunn. Ég held ég ætli að afneita því og halda upp á 25 ára afmælið mitt í staðinn....það er aldrei of oft haldið upp á 25 ára afmælið!! Jeff er að plana eitthvað skemmtilegt handa okkur á laugardaginn svo ég bara get slakað á og leyft honum að sjá um þetta....það verður fróðlegt að sjá hvað hann gerir hehe

Þar sem ég er ekkert að verða fullorðin þá sit ég hérna og gæði mér á Lucky Charms í hádegismat og þegar það er búið ætla ég að halda áfram að leita mér að vinnu :D Oh well, við heyrumst seinna! 


Gleðilega páska

paskabadGleðilega páska öll sömul, vonandi höfðuð þið það gott um páskana. Lífið hérna í ameríkunni var frekar rólegt, okkur var boðið í hádegismat á páskadag til tengdamömmu mágkonu minnar hehe smá flókið, en við fórum ekki þar sem Jeff var búinn að vera frekar slappur í maganum og hvorugt okkar nennti sérstaklega að fara. Við því bara vorum heima í notarlegheitum borðuðum súkkulaði og góðan mat. Síðan má náttúrulega ekki gleyma Líf sem fékk páskarækjur eftir að hún fór í páskabaðið sitt.

Af vinnuleitinni þá er lítið að frétta, ég fékk jákvæð viðbrögð við þjónustufulltrúastarfi sem ég sótti um, en mig langaði svosem ekkert sérstaklega að vinna við það en allt er betra en ekkert. Það reyndar varð ekkert úr því þar sem ég þyrfti að ferðast í tvo tíma í strætó til að komast á leiðarenda og launin voru ekki nógu góð til að ég nenni að leggja það á mig :) Ég á svo viðtal við ráðningaskrifstofu í leiguíbúðabransanum á föstudaginn svo vonandi kemur eitthvað úr því.

Við höfum það annars gott eins og vanalega, það er búið að vera kalt yfir páskana, snjóaði á sunnudeginum og svo á mánudeginum þá fór hitinn upp í c.a. 18°C aftur hehe, það getur stundum verið smá munur á milli daga veðurlega séð. Annars bið ég bara að heilsa ykkur úr ameríkunni!


Gift í 2 ár!

Við áttum tveggja ára brúðkaupsafmæli mánudaginn 2 apríl. Í tilefni dagsins kom bóndinn heim með stóran blómavönd af rósum, sem var mjög skemmtilegt því tveim vikum áður eða svo kom hann líka heim með blóm og þau eru ennþá lifandi!! Við elduðum saman í tilefni dagsins, þ.e. Jeff eldaði, ég bjó til eftirmat voða næs! Góður dagur í heildina litið :)

Ég er ennþá að leita mér að vinnu, ég breytti ferilskránni þannig að ég flagga því ekki strax að ég er innflytjandi svo vonandi fæ ég einhver svör við því, ég á viðtal á föstudag eftir viku við ráðningafyrirtæki í leiguíbúðabransanum en það á víst að vera tiltölulega auðvelt að komast inn í þann bransa svo ég vona að eitthvað fari að gerast þá.

Páskarnir eru á næsta leiti, en að vanda förum við í hádegismat til tengdamömmu mágkonu minnar hehe, af einhverri furðulegri ástæðu eigum við að koma með vín aftur, þótt þau vita að hvorki ég né Jeff höfum nokkuð vit á víni og kaupum bara ódýra flösku í fallegum umbúðum :P þar sem hvorugt okkar drekkur vín þá stendur okkur á sama hvað við kaupum hehe (voða næs ég veit).

Annars eru dagarnir hjá mér svona, ég vakna, fer í tölvuna og sæki um trilljón vinnur, skoða tölvupóstinn minn hundrað sinnum yfir daginn og bölva öllum 1-800 númerunum sem hringja í okkur og vilja selja okkur eitthvað sniðugt í staðinn fyrir atvinnurekendur til að bjóða mér vinnu. Á kvöldin leik ég mér svo í Photoshop og er komin með gallerý upp á deviantArt sem þið megið endilega skoða og láta mig vita hvað ykkur finnst :) http://valkyrjan.deviantart.com 

 


Páskapakki!

Ég sit hérna fyrir framan tölvuna og maula á páskaeggjum sem mamma og Erlingur sendu okkur fyrir páskana. Við fengum tvö stór páskaegg nr 4 held ég, og tvö nr 2 eða 3 og svo nokkur númer 1. Þegar við opnuðum pakkann þá voru bæði stóru páskaeggin brotin og nokkur af þeim litlu nema bréfin af litlu páskaeggjunum voru eins og tollurinn hafi opnað þau, smakkað og tekið súkkulaðitoll. Eftir nánari skoðun þá sáum við að súkkulaðið sem var dreift um kassann var af litlu eggjunum en ekki þeim stóru eins og við héldum í upphafi svo sennilega hefur enginn gætt sér á páskaeggjunum okkar heheh.

Í gærnótt byrjaði svo að snjóa, það var búið að vera rigning og skýjað í tvo daga og svo snjór. Í dag er reyndar sól svo snjórinn er eiginlega allur bráðnaður. Ég frétti reyndar frá mömmu að það hefðu verið einhverjir skýjastrókar hérna í nágrenninu en ég varð ekkert vör við það, enda lítil hætta á því hérna í borginni.

Þar sem það er að koma sumar bráðum þá ákvað daman að kaupa sér brúnkusprey. Þetta er þannig öðruvísi en kremið en eins og nafnið gefur til kynna þá er þetta spreyjað á líkamann. Ég var mjög sniðug og ákvað að prufa á fæturna fyrst. Í dag er ég því með eins blettótta fætur og hægt er að vera hehe, ég er nánast eins og blettatígur það er það slæmt. Þannig það er spurning að detta aftur í kremið, ég á nú samt eftir að prufa einusinni enn og sjá hvort ég hafi bara ekki spreyjað eitthvað vitlaust :D

Heyrumst seinna!!

Vala tilvonandi brúna og sæta


Afmæli!!

candles-happy-birthdayHann á afmæl'í dag

Hann á afmæl'í dag

Hann á afmæliiiii hann pabbiiiiiiiiiii

Hann á afmæli í dag!!

 Húrrah!!

 

Við skulum ekkert fara djúpt út í hvað kallinn er orðinn gamall, en eitt er víst að í nokkrum löndum er hann kominn yfir meðallífsaldur heheh....ég veit að hann er feginn að ég er í Bandaríkjunum í staðinn fyrir á klakanum til að gera endalaust grín af honum fyrir að vera orðinn svona gamall :)

 

Innilega til hamingju með afmælið pabbi minn og hafðu það sem allra best á afmælisdaginn þinn!! 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband