Laugardagur, 17. febrúar 2007
Lasarus
Greyið Jeff minn er búinn að vera hundveikur í nótt með upp og niðurgang. Ég vaknaði við hann kl 5 í nótt og byrjaði á því að hlaupa á eftir greyinu með bakteríudrepandi spreyi heh ég spreyjaði allstaðar þar sem hann var, og var ekki til að koma í veg fyrir að fleiri á heimilinu yrðu veikir (ég). Hann er voða slappur greyið, enda hundleiðinleg pest. Mér finnst voða erfitt að horfa upp á hann svona lasinn.
Annars eru síðustu dagar búnir að vera alveg ágætir hjá okkur, ég er á fullu að fullkomna ferilskrána mína en hún er næstum því tilbúin. Nicki er að hjálpa mér með hana og í hvert skipti sem hún er ánægð með útkomuna þá breyti ég henni og klúðra málunum hehe. En það fer að líða að því að ég fer að sækja um vinnur á milljón! Ég lét Michelle lita hárið mitt um daginn og er eiginlega orðin brúnhærð, allavega kom liturinn brúnn út heh, alveg ágætt samt, fór svo í klippingu í dag svo daman er að verða nógu sæt til að fara í öll atvinnuviðtölin sem ég ætla mér að komast í :)
Jeff á afmæli næsta föstudag og ég hef ekki grænan grun um hvað ég á að gefa kallinum. Hann er svo hrikalega nægjusamur að hann þarf ekki neitt, og langar ekki í neitt og finnst nánast sóun á peningum að vera að gefa honum afmælisgjafir. Algjör skoh, en ég hlusta ekki á svoleiðis röfl hann fær afmælisgjöf frá mér og hananú! Hvað það er.....veit ég ekki :P
Hugmyndir vel þegnar!
Laugardagur, 10. febrúar 2007
Vúhúúúú!!
Haldið þið ekki að ég hafi ekki fengið vinnuvísað í pósti í dag!! Reyndar er ég ekki komin með kennitöluna ennþá svo það vantar, en frá og með 1 mars get ég farið að vinna hérna í USA!! Ég get bara ekki fengið útborgað þar sem ég þarf kennitölu til þess hehe, en hún hlýtur að koma á næstu dögum. Núna þarf ég bara að koma sjálfri mér í gott stand til að líta almennilega út þegar ég fer í vinnuviðtöl, lita hárið og klippa og svoleiðis hehe....en annars þá er ekkert nema hamingja á þessum bæ!
Valentínusardagurinn er í næstu viku og við hjónin vorum búin að ákveða að fresta honum þar sem við eigum ekki bót fyrir boruna okkar og þurfum að eyða peningunum okkar í nauðsynjar eins og skó á kallinn þar sem hans eru að detta í sundur og svo á hann afmæli líka þannig við samþykktum að fresta honum þangað til við ættum efni á. Svo þegar Jeff kom heim í dag þá kemur hann með heilan poka fullan af góðgæti handa mér, en hann ákvað að gera samt smá valentínusarlegt fyrir mig þótt það sé viku of snemma, en ég fékk konfekt, hjartasúkkulaði og rosa sætt kort :D Hann getur verið svo sætur í sér þegar hann vill :)
Miðvikudagur, 7. febrúar 2007
LOKSINS!!
Þriðjudagur, 6. febrúar 2007
Fundur með heimavarnaráði
Sunnudagur, 4. febrúar 2007
Góður kjúklingaréttur!
Hér er uppskrift af mjög góðum kjúklingarétt! (svona þar sem ég hef ekkert að skemmtilegt að segja:))
1 knippi ferskur kóríander
1 sítróna
1 tsk salt
2 tsk pipar
3 hvítlauksrif
kókosmjólk
Parmesan ostur
2-3 kjúklingabringur
Blandið saman kóríander knippinu og hvítlauksrifunum í matvinnsluvél, skrapið húðina af sítrónunni til að fá betra bragð (valmöguleiki, má sleppa), bætið út í, kreistið safann úr sítrónunni og blandið samanvið maukið ásamt salt og piparnum. Makið saman við kjúklingabringurnar og látið standa í um 30-40 mín.
Brúnið bringurnar á pönnu í u.þ.b. 2 msk af olíu í c.a. 3 mín á hverri hlið á meðal hita, fer eftir stærð bringnanna. Bætið kókosmjólkinni samanvið og látið malla í um 20-30 mín með lokið á. Hitið ofninn í 175°C og þegar bringurnar eru tilbúnar stráið parmesan ostinum yfir og látið bráðna inn í ofni í nokkrar mínútur, farið samt varlega þar sem osturinn á það til að brenna. Einnig er hægt að sleppa þessu stigi og borða kjúklinginn í kókosmjólk sósunni.
Gott er að hafa hrísgrjón og ferskt salat með!
Meira að segja Jeff sem finnst kjúklingur ekkert spes fannst þetta ágætt og það skemmir ekki fyrir að þetta er holt og gott :)
Ekki samt segja Jeff að það sé kókosmjólk í réttinum þar sem hann "borðar" ekki kókosmjólk :D
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 03:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 1. febrúar 2007
Skelfilegar teiknimyndafígúrur!
Öryggisviðbúnaður í Boston vegna blikkandi teiknimyndafígúru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 31. janúar 2007
Afmæli og fleira
Það tók okkur viku að fá rúðuna setta í bílinn. Mágur okkar eða maður yngstu systir Jeffs dró okkur á eyrunum með að ætla að setja rúðuna í fyrir okkur í viku, eða þangað til ég sagði þeim að við nenntum þessu ekki lengur og ætlum til atvinnumanns með þetta, þá fóru hlutirnir að hreyfast. Þau töluðu við tengdó, hún talar við bróðir mannsins síns, og hann ákveður að gera þetta fyrir okkur frítt. Fyrir þá sem ekki skilja þá eru tengdó og yngsta systir Jeffs, Michelle, mjög nánar. Þær eru það nánar að tengdó stjórnar lífi hennar á allan hátt (m.a. manninum hennar). Gott dæmi var að við þurftum að ná í rúðuna sem við keyptum og þar sem það var frekar langt í burtu og ekki gott að keyra með plast fyrir rúðunni á hraðbrautunum hérna þá ákvað Jeff að sjá hvort mamma sín gæti ekki hjálpað, enda ekki að vinna. Hún sagðist ætla að hjálpa og gerði það með því að hringja í Michelle svo maðurinn hennar Kai, myndi fara í hádegismatnum sínum að sækja rúðuna. Við voruð auðvitað ekkert rosalega ánægð þegar við heyrðum þær fréttir. En allavega, þetta endaði með því að eftir viku þá fengum við rúðuna innsetna í bílinn og það vesen er búið.
Á laugardaginn buðum við svo Nicki og Bo í heimsókn en þau áttu afmæli í síðustu viku. Það er mjög stutt á milli afmælisdaganna þeirra held bara nokkrir dagar svo við fögnuðum því að þau urðu bæði 35 þetta árið. Það heppnaðist bara vel og þau virtust hafa farið heim ánægð.
Síðan seinasta mánudag fékk ég tölvupóst frá útlendingaeftirlitinu að þau væru að opna málið mitt, en þau voru nýbúin að fá nauðsynleg gögn í mínu máli, sem er fingraförin sem ég fór í 2. nóv. Heh, það virðist taka góðan tíma að senda á milli deilda þarna hjá þeim. Allavega þau létu mig vita að það gætu orðið aðrir 3 mánuðir þangað til eitthvað gerist næst. Svo ég þarf að bíta á jaxlinn og finna nýja þolinmæði sem þraut fyrir löngu síðan. Ljóta vesenið.
Að öðru leyti er lítið að frétta af okkur, við höfum það voða gott saman og sjáum það alltaf betur og betur hvað við eigum vel saman. Reyndar á Jeff smá erfitt þessar mundirnar en yfirmennirnir hans í vinnunni eru í vandræðum þar sem þeir fengu verkefni til að byrja á seinasta ágúst og áttu að klára það fyrir byrjun febrúar næstkomandi. Verkefnið fellur í sér að senda Jeff og samstarfsmenn hans í alla skólana undir umdæminu (sem eru nokkuð margir og misstórir) til að gefa út skýrslu um tölvuástandið þar. Þeir byrjuðu ekki á þessu verkefni fyrr en núna í janúar sem útilokar það að þeir nái að klára þetta fyrir febrúar og ekki nóg með það heldur í miðjum klíðum settu þeir Jeff yfir verkefnið og sögðu honum að hann væri í vandræðum ef þetta gengi ekki og gæti misst vinnuna fyrir vikið. Ehhh, stórskrítin vinnubrögð en þeir eru bara að bjarga eigin rassi. Jeff gat ekki byrjað á verkefninu af eigin bragði, hann fór ítrekað til yfirmanna sinna til að athuga hvenær þeir ættu að byrja á verkefninu og ítrekaði hversu tímafrekt það væri, síðan þegar þeir loksins byrja á því, þá í miðju verkefninu þegar það er nokkuð ljóst að það náist ekki að klára það er Jeff settur yfir svo þeir hafi annan blóraböggul en hann, enda er Jeff með langyngsta starfsaldurinn þarna, næsti á eftir honum hefur 12 ár framyfir hann hehe.
Ferlið hjá þeim var að senda Jeff skriflega umsögn um að hann væri í vandræðum með verkefnið sitt hehe, svo Jeff minn skrifaði til baka um sögu verkefnisins og hverskonar vitleysa þetta væri og hann tæki enga ábyrgð fyrir því að þetta næðist ekki að klárast enda var það aldrei í hans höndum. Í mínum huga er þetta mjög gott, en hann hefur ekki verið hamingjusamur í þessu starfi, samstarfsmenn hans eru allir á eftirlaunaaldri, yfirmennirnir eru hálfvitar og allri þjálfun sem honum hefur verið lofað hefur ekki gengið í gegn. Þetta vonandi rekur hann til að sækja um nýtt starf sem myndi gera honum gott, hinsvegar er hann allt of latur við að standa upp og taka málin í sínar hendur svo ég þarf að sparka vel í rassinn á honum svo hann væli ekki bara um að þurfa að sækja um annað starf heldur fari og sæki um! hehe
Jæja læt þetta duga í bili!
Laugardagur, 20. janúar 2007
"Ný" rúða
Jæja, við redduðum okkur rúðu í bílinn í dag, ég hringdi á ruslahaugana og þeir áttu rúðu sem passaði í okkar bíl s.s. notuð og í staðinn fyrir að borga um 350 dollara fyrir nýja, þá erum við að borga 70 dollara. Mágur minn ætlar að setja hana í fyrir okkur og við tipsum honum svo eitthvað smotterí fyrir vinnuna en hann er að spara okkur helling af pening. Þannig þetta var ekki eins slæmt og það leit út í fyrstu.
Það sem er annars að frétta af okkur er að eiginmaðurinn minn lærði að setja ekki brjóstarhaldara í þurrkarann en þegar hann kom út vantaði aðra spöngina í haldarann, svo núna er ég með annað brjóstið voða perky, en hitt lafandi hehehe...þetta er frekar slæmt þar sem þetta var eini almennilegi haldarinn sem ég átti, svo það verður haldið af stað þegar ég kemst og keyptur nýr. :)
Föstudagur, 19. janúar 2007
Vesen!
Þegar Jeff ætlaði í vinnuna núna í morgun þá uppgötvaði hann að það væri búið að brjótast inn í bíldrusluna okkar. Einhver hafði fyrir því að brjóta rúðuna farþegameginn og stela útvarpinu (sem er btw af lélegri gerðinni). Við skiljun alltaf afturhurðina opna til þess einmitt að ef einhver hálfvitinn vill brjótast inn í bílinn þá í staðinn fyrir að brjóta rúðuna hafi hann góðan aðgang inn í bílinn, en neiiii þessir greinilega höfðu ekki fyrir því að athuga! Svo ég drattaðist út kl 5 um nótt til að taka myndir fyrir tryggingarnar, en þegar sólin kemur upp og skrifstofan opnar þá getum við gert eitthvað í málunum. Við teljum að við eigum að vera tryggð fyrir þessu, en annars þá þurfum við að punga út slummu af peningum fyrir rúðu sem er sennilega jafnvirði bílsins hehe. Það furðulegasta af öllu er að það er ekki auðvelt að komast að bílnum okkar þar sem við erum út í horni í yfirbyggðu bílastæðum svo það er þröngt um, og okkar var eini bíllinn sem var skemmdur en það er fullt af öðrum meira girnilegum bílum til að pota í!
Ansans vesen og vitleysa!
Laugardagur, 13. janúar 2007
Frost og snjósleðaferðir
Hérna er 20 stiga frost, svo það er hörkuvetur í gangi sem stendur. Síðustu helgi var okkur boðið heim til Nicki og Bo þar sem við horfðum á undanúrslit í amerískum fótbolta og spiluðum spil. Kvöldið endaði svo í að við renndum okkur á sleðum niður götuna kl 2 að nóttu hehe, sem var einstaklega skemmtilegt, ég er enn með góðan marblett á hnénu eftir það ævintýri. Alveg þess virði.
Að öðru leyti gengur lífið sinn vanagang hérna ég tók hörku fýlukast á Jeff um daginn til að reyna að fá hann til að fara til læknis, en hann er búinn að vera með hóstakjöltur í allt of langan tíma að mínu mati. Eftir fyrsta fýlukastið ákvað hann að fá símanúmerið hjá lækninum en þegar ekkert varð úr því reyndi ég aftur hehe, en það virkaði ekki. Ansans þrjóskuhít sem þessi maður er. Reyndar er hóstinn að skána svo það er í lagi í bili :) En ég er alveg búin að sjá það, að ef ég vil fá eitthvað út úr honum, þá tek ég bara smá fýlukast og hann verður eins og smjör á milli handanna á mér (svona nánast) haha!
Annars eru komnar nýtt myndaalbúm inn hér til hliðar frá jólunum.