Jólasmákökur

kokostopparMamma var svo súpergóð að ákveða að dekra enn meira við dóttir sína og gaf mér mulinex vél! Ég stormaði auðvitað út í búð og keypti eina góða sem bæði hakkar, sneiðir og hnoðar, fyrir afganginn keypti ég mér gott hnífasett hehe. TAKK MAMMA!!

Um kvöldið gat ég auðvitað ekki beðið eftir að prufa vélina svo ég ákvað að baka jólasmákökur. Kókostoppar urðu fyrir valinu en allavega þegar mamma gerir þá eru þeir rosalega góðir. Þeir heppnuðust svona vel hjá mér eins og sést á myndinni :P 

Ég ætla nú samt ekki að gefast upp og gera aðra tilraun að smákökum! Hananú!


Helgin

Ég er búin að vera með leiðindarkvef núna í tæpa viku. Jeff greyinu leyst ekki á blikuna og ákvað að sofa á sófanum svo hann myndi ekki smitast, allt í góðu með það enda var ég ekkert skemmtileg að sofa við hliðiná, hóstandi og snýtandi mér á fimm mínútna fresti, ég hinsvegar ákvað að vera ekkert að benda honum á að það er nóg að vera í sama herbergi og ég til að smitast heh. Núna er Jeff s.s. kominn með sama kvef og ég.

Í öðrum fréttum er það að ég er búin að taka fram jólaskrautið og er byrjuð að skreyta. Ég gerði jólahreingerningu á íbúðinni og þreif allt hátt og lágt. Jólatréð er komið inn en er ennþá óskreytt. Sú sem skemmtir sér mest í hafurtaskinu er auðvitað kisan mín Líf. Ég var búin að vera rosalega stolt af henni en hún hafði ekkert reynt að klifra í jólatrénu, bara setið og starað á það eða legið undir því og montaði mig af því við mömmu á msn. Nokkrum andartökum seinna heyrði ég læti innan úr stofu en tréð fékk smá flug þar sem kötturinn reyndi að klifra í því....

Ekki nóg með að koma jóladótinu upp þá bauð Jeff systir sinni og manninum hennar í mat á laugardaginn, nema hvað hann sagði mér víst frá því á fimmtudeginu en ég var ekki að hlusta þar sem hann var líka að segja mér frá einhverju tæknilegu tölvudrasli svo ég frétti það ekki fyrr en seinnihlutann á föstudeginum hehe. En það var allt í góðu, ég ákvað bara að hafa þetta einfalt og baka handa þeim pizzu sem heppnaðist mjög vel og svo fórum við á nýju Bond myndina. Ég eiginlega veit ekki hvað ég á að segja um hana, en hún var frekar furðuleg, ekki eins og hinar týpísku bond myndirnar. Það var góður húmor í henni en Bond var á köflum frekar klaufalegur. Ég eiginlega veit ekki hvort það sé verið að gefa í skyn að hinir Bond-arnir séu dánir og þetta sé nýr James Bond, eða hvort þetta sé fyrsti James Bondinn og þau séu að byrja upp á nýtt. Samt sem áður var ég nokkuð ánægð með myndina. 


Kalkúnadagurinn

Í dag var þakkargjörðahátíðin hérna í USA. Það var ákveðið að halda hann hátíðlegann hjá Nicki svo þau elduðu kalkuninn og við hin komum hver og eitt með eitthvað í púttið. Ég kom með sykurbrúnaðar kartöflur sem slógu í gegn og salat. Ég eyddi því morgninum í að brúna kartöflur á milli þess sem ég dró köttinn út úr þurrkaranum en henni fannst hún voða fyndin með að fara þar inn. Einnig gerði ég heiðarlega tilraun til að krulla hárið mitt með nýja krullujárninu mínu en það heppnaðist ekki betur en það virkaði bara flókið. Dagurinn heppnaðist mjög vel, allir voru í góðu skapi og hátíðin var mjög ánægjuleg. Strákarnir eyddu sínum tíma horfandi á amerískan fótbolta en þessi dagur er einn af stærri fótboltadögum ársins og eru held ég sýndir þrír stærstu leikirnir. Jeff var voða glaður þar sem hans lið vann sinn leik í dag.

Það sem er svo framundan er að ég ætla að reyna að djúphreinsa teppið hjá mér þar sem ég var ekki lengi að setja bletti í það og hef verið að því reglulega núna í ár, og setja upp jóladótið. Á laugardaginn ætlum við svo að fara í okkar version af blómavali en þar er víst jólasveinninn með hreindýrunum sínum í heimsókn! Svo er það bara jólastúss, kaupa jólagjafir, senda, skrifa jólakort o.s.frv. Hver veit nema ég baka nokkrar smákökur, aldrei að vita hvað kellan tekur upp á!

Ég er sannfærð um að ég eigi bestu mömmu í heimi en hún var svo rosalega góð að gefa mér myndavél í jólagjöf, mistökin sem hún gerði var að láta mig versla hana sjálf svo ég eyddi góðri summu af peningnum hennar en hún fyrirgaf mér það eins og henni er einni lagið svo ég auðvitað stóð við loforið mitt að taka fullt fullt af myndum fyrir hana, en það er komið nýtt albúm sem heitir Kalkúnadagurinn! 


Út að borða

Við áttum stefnumót við hjónin í dag en Jeff bauð mér út að borða á Steikhús. Við auðvitað höfðum okkur til gerðum okkur voða sæt, Jeff fór í skyrtu og alles, síðan lögðum við af stað um 6 leytið. Klst seinna vorum við ekki ennþá komin á veitingarstaðinn þar sem við týndumst hehe, við s.s. beygðum of snemma lentum í sveitahverfi inn í miðri borg og enduðum í hinum enda bæjarins en þar sem við þurftum að fara, ekki góð byrjun þar. En okkur fannst þetta bara fyndið og eins og Jeff sagði, vegirnir hér voru byggðir af ofurölvi kúrekum en vegirnir kúrfast svo rosalega að það er ekki nokkur leið að vita í hvaða átt maður er að fara. Við komust loksins á leiðarenda og gátum farið að panta matinn. Við auðvitað eins og sönnum ameríkönum sæmir fengum okkur forrétt, og síðan var borið fram salat og svo steikin. Eftir þessi ósköp gat ég borðað c.a. 3 bita af steikinni þegar ég var orðin södd á meðan ég horfði á manninn minn hakka í sig sína. Eitthvað fannst honum þetta asnalegt, en í staðinn á ég hádegismat á morgunn :D

Nýtt hár

Takk fyrir kveðjuna Vilborg frænka, alltaf gaman að heyra að þið hafi það gott!! Veðrið hér er náttúrulega framar öllum vonum, það er farið að kólna svo hitinn er c.a. 10-12 stig á daginn en dettur niður í um frostmark á kvöldin. Það er alltaf verið að stríða okkur að það fari að snjóa, en svo nær snjórinn aldrei niður í borgina (snjóar bara í fjöllunum) svo við Jeff erum alltaf voða vonsvikin heh, okkur finnst voða gaman í snjó! Hérna líka verður ekki sama slabbið og heima, snjórinn rignir ekki burtu heldur bráðnar sem er mikill munur!

Í gær þá fór ég til Michelle og við lituðum á okkur hárið og settum í okkur heimagerðar strípur, það kom bara vel út, ég er auðvitað dökkrauðhærð með koparlita strípur, kemur alveg ágætlega út, svo kenndi ég henni að lita á mér augnhárin en henni fannst ég voða skrítin að vera að þessu hehe. Eftir allt þetta vesen hjá okkur bara urðum við að fara út og prufa nýja hárið okkar svo við skelltum okkur út á bar. Það heppnaðist ekki betur en hann var hálf tómur, barþjóninn sem var stelpa var annað hvort vel í glasi eða reykjandi eitthvað sterkara en sígarettur svo við gáfumst upp um miðnætti og fórum heim. Hún er tveggja barna mamma og fær að fara voða sjaldan út svo ég var voða góð og var bara driverinn :)

Annars ætla ég að fara að koma mér út í búð og kaupa pönnukökur til að baka í morgunmat. Ég er búin að vera rosa dugleg undanfarið og er vanalega vöknuð á milli 8 og 9 á morgnana. Mér reyndar hundleiðist á morgnana þar sem Jeff kemur ekki heim fyrr en kl 1, og í raun ætti ég að vera að dunda mér við hússtörfin en þeir sem þekkja mig betur vita að það er ekki alveg að gerast! Það er ekki vottur af húsmóðurlegu eðli í mér hehe! 


Fyrir jólin

Ef þið viljið þá getið þið nýtt mig fyrir jólin til að versla í USA, þið getið lagt inn pening á bankareikninginn minn og ég verslað fyrir ykkur það sem þið viljið og sent svo til Íslands. En ef þið viljð fá það fyrir jól þá þarf það sennilega að gerast núna í nóvember. 

Voða Amerísk

Ég var ekkert smá amerísk í dag, ég vaknaði fyrir allar aldir og bjó til amerískar pönnukökur með sýrópi í morgunmat! Það var morgunmatur kl: 7.30 hjá okkur ekkert smá dugleg! Annars þá spjölluðum við við leigustjórann okkar í gær og gerðum 7 mánaða samning þannig í maí þá ætlum við að stækka við okkur í 3 herbergja íbúð. Enda verður það ágætt, þá þurfum við ekki að flytja og rugla innflytjendaeftirlitið með nýju íbúðarnúmeri og ég verð vonandi þá komin með vinnu svo það verður auðveldara að bæta við sig 150 dollurum á mánuði í leigu. Annars er bara ekkert að frétta héðan það er bara allt við það sama :)

Göngutúr

Við hjónakornin skruppum í göngutúr í morgun þegar Jeff kom heim úr vinnunni og tókum Líf kisuna okkar með. Við skelltum á hana ól og band og héldum af stað. Veðrið er mjög gott í dag eða um 25 stiga hiti þannig ég var auðvitað að deyja úr hita hehe. Eftir að við vorum búin að rölta í c.a. 5 mín varla það, gafst litla kisan upp, hún neitaði að labba lengra og lagðist niður á göngustíginn. Við þurftum því að halda á henni og var hún auðvitað hæstánægð með það hehe, við litum hálf asnalega út með kött í bandi sem neitaði að labba svo við urðum að halda á henni hehehe. Þegar við komum svo heim var greyið kisan uppgefin af 5 mín labbi og er búin að blunda síðan!

Að öðru leiti er allt gott að frétta af okkur, við erum bara að bíða "þolinmóð" (eða ekki) eftir frekari fréttum frá innflytjendaeftirlitinu en það getur tekið viku eða 2 mánuði, við vitum ekki hversu lengi. Síðan hringdi maðurinn minn í mig í morgun og bauð mér á stefnumót eftir að hann fær útborgað, ég auðvitað þáði það hehe, þannig það er smá rjómantík í loftinu hjá okkur. Svo fer bara bráðum að líða að jólum, hér má fara að skreyta eftir þakkargjörðina sem er 24 nóv og aldrei þessu vant eigum við smá jólaskraut þannig bráðum fær Líf tækifæri til að klifra í jolatrénu :D

p.s. það verða engar myndir settar inn í bili því myndavélin mín dó :( 


Lífssýni

Ég fór í dag að láta taka lífssýni af mér fyrir innflytjendaeftirlitið....það gekk alveg ágætlega, ég þurfti að fylla út skjal þar sem ég þurfti að gefa upp nafn, háralit (ég var í smá vandræðum með það), augnalit, hæð og allt það, og svo kom það furðulega, stærðina á fætinum á mér í tommum!! Þegar ég las það þá gat ég ekki annað en farið að hlægja og gekk upp að öryggisverðinum sem rétti mér blaðið og sagði honum að ég hefði ekki hugmynd um hvað fóturinn minn væri stór í tommum, þar að auki nota ég ekki tommur þar sem ég er evrópsk heldur sentimetra og ég hef ekki hugmynd hvað hann er stór í sentimetrum heldur!! Hann bara hló og sagði að það væri í lagi að skila því auðu heheh. Það var sem betur fer lítið að gera svo ég komst strax að og fingraförin mín voru tekin bak og fyrir ásamt mynd af fyrirsætunni, ég þurfti samt að passa mig á að láta ekki sjást í tennurnar, það má víst ekki hehe. Það sem var merkilegast þarna er að allir starfsmennirnir sem ég sá nema 2 virtust vera mexíkanskir, en eins og margir vita þá er mikið vandamál með ólöglega mexíkana sem hoppa yfir landamærin hérna, svo það var frekar fyndið.

Undur og stórmerki

Þau undur og stórmerki hafa gerst að plantan mín er ennþá lifandi!! haha, annars það sem er að frétta héðan úr ameríkunni er ekkert ofurspennandi, ég er búin að vera slæm í bakinu svo ég hef ekkert hangið í tölvunni í um viku, ég fékk bréf frá innflytjendaeftirlitinu um að ég eigi að fara og láta taka af mér fingraför og eitthvað fleira sem ég veit ekki hvað er, kemur í ljós þegar ég fer þangað hehe, og svo keypti ég buxur og peysu á Jeff. Ég þurfti að vera smá undirförul þar sem hann fýlar bara mjög ljósar gallabuxur en þær sem hann keypti á sig síðast voru of stórar og of stuttar, svo ég auðvitað keypti á hann númeri minna og númeri síðara, en ég var svo ofboðslega sniðug að ég keypti tvær, einar sem eru venjulega bláar ekki of ljósar og ekki of dökkar, og svo aðrar sem voru dökkbláar, í þeim tilgangi að þær sem voru venjulegar virtust ekki of dökkar fyrir honum. Síðan keypti ég voða sæta ljósbláa v-laga peysu á hann sem hann vildi ekki sjá hehe, ég held að mistökin sem ég gerði þar var að hún var einum of mikið stökk úr íþróttapeysunni í ljósbláa v-laga peysu :P En allavega þá fékk hann gallabuxur að gjöf frá mömmu!!

Annars þegar ég var að versla þá náði ég að týna öðrum eyrnalokkinum sem ég hafði keypt sólahring áður og ég leitaði út um alla búð og engin merki um eyrnalokkinn :( Sem betur fer kostaði hann ekki mikið og ég held að ég geti ekki alveg komið einlokk lúkkinu í tísku aftur. En annars þá er ég ekki búin að eyða öllum peningunum sem mamma gaf mér í föt ennþá, svo planið er að fara í næstu viku og splandera meira :)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband